Armstrong var foringinn í Öskju Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2012 19:15 Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. Þarna á hálendi Íslands fóru geimfararnir í langar gönguferðir með jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni og íslenskir blaðamenn skrásettu söguna, eins og Árni Gunnarsson, Kári Jónasson og Óli Tynes. Árni var á þessum tíma fréttamaður Ríkisútvarpsins og þegar við heimsóttum hann á Selfossi í dag mundi hann vel eftir þessum júlídögum árið 1967. „Þetta voru ákaflega elskulegir menn og Neil Armstrong alveg sérstaklega," segir Árni þegar hann rifjar upp kynni sín af geimfaranum í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Hann var hógvær og fór hægt um, ef ég má orða það þannig, og var foringi þeirra, að því er mér fannst, og þeir fylgdu honum eftir hvert sem hann fór." Og geimfararnir gerðu fleira en æfa tunglgöngur. „Þeir fóru á sveitaball og þeir fengu að veiða í Laxá, sem var nú ekkert smáævintýri fyrir þá." Sumt hafa menn ekki haft hátt um til þessa og við spurðum Árna hvort það væri rétt að íslenskir blaðamenn hefðu hjálpað til við að útvega geimförunum brennivín. „Það er best að tala sem minnst um það," svarar Árni og hlær. „En það var vissulega gert. Þeim var útvegað áfengi. En það var ekki að sjá að þeir neyttu þess í neinu óhófi. Þetta voru mjög passasamir menn."Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lék á alls oddi þegar hann hitti Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum.Mynd/Sverrir Pálsson.Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson flaug sérstaklega inn í Herðabreiðarlindir til heilsa upp á Neil Armstrong og félaga. „Það þótti þeim gaman. Og það var virkilega gaman að sjá Bjarna þarna því hann var svo kátur og glaður og lék á alls oddi. Fyrir okkur var þetta mjög skemmtileg upplifun og gaman að hitta þessa menn." En gátu íslensku blaðamennirnir á þessum tíma ímyndað sér að þarna í hópnum væri maður sem tveimur árum síðar ætti eftir að komast á spjöld sögunnar sem sá fyrsti sem steig fæti á tunglið? „Nei. Ég held að mér hafi til dæmis þótt það afskaplega ótrúlegt. Og ég hefði látið segja mér það tvisvar eða þrisvar að Armstrong ætti eftir að ganga á yfirborði tunglsins. En hann gerði það." Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. Þarna á hálendi Íslands fóru geimfararnir í langar gönguferðir með jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni og íslenskir blaðamenn skrásettu söguna, eins og Árni Gunnarsson, Kári Jónasson og Óli Tynes. Árni var á þessum tíma fréttamaður Ríkisútvarpsins og þegar við heimsóttum hann á Selfossi í dag mundi hann vel eftir þessum júlídögum árið 1967. „Þetta voru ákaflega elskulegir menn og Neil Armstrong alveg sérstaklega," segir Árni þegar hann rifjar upp kynni sín af geimfaranum í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Hann var hógvær og fór hægt um, ef ég má orða það þannig, og var foringi þeirra, að því er mér fannst, og þeir fylgdu honum eftir hvert sem hann fór." Og geimfararnir gerðu fleira en æfa tunglgöngur. „Þeir fóru á sveitaball og þeir fengu að veiða í Laxá, sem var nú ekkert smáævintýri fyrir þá." Sumt hafa menn ekki haft hátt um til þessa og við spurðum Árna hvort það væri rétt að íslenskir blaðamenn hefðu hjálpað til við að útvega geimförunum brennivín. „Það er best að tala sem minnst um það," svarar Árni og hlær. „En það var vissulega gert. Þeim var útvegað áfengi. En það var ekki að sjá að þeir neyttu þess í neinu óhófi. Þetta voru mjög passasamir menn."Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lék á alls oddi þegar hann hitti Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum.Mynd/Sverrir Pálsson.Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson flaug sérstaklega inn í Herðabreiðarlindir til heilsa upp á Neil Armstrong og félaga. „Það þótti þeim gaman. Og það var virkilega gaman að sjá Bjarna þarna því hann var svo kátur og glaður og lék á alls oddi. Fyrir okkur var þetta mjög skemmtileg upplifun og gaman að hitta þessa menn." En gátu íslensku blaðamennirnir á þessum tíma ímyndað sér að þarna í hópnum væri maður sem tveimur árum síðar ætti eftir að komast á spjöld sögunnar sem sá fyrsti sem steig fæti á tunglið? „Nei. Ég held að mér hafi til dæmis þótt það afskaplega ótrúlegt. Og ég hefði látið segja mér það tvisvar eða þrisvar að Armstrong ætti eftir að ganga á yfirborði tunglsins. En hann gerði það."
Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15