Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. október 2016 10:45 Arna Ýr hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. vísir/hanna „Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. Arna Ýr kom heim til Íslands á miðvikudaginn eftir ansi strembna daga í Las Vegas í Bandaríkjunum. Örnu leið illa nánast allan tímann, og ekki varð ástandið betra þegar eigandi keppninnar setti út á holdafar hennar, eins og frægt er orðið. Eigandi keppninnar sagði að Arna Ýr væri of feit.og ekki misskilja mig, @ArnaYr, ég er ekki sár. ég veit að ég er feit og finnst það í besta lagi— karó (@karoxxxx) October 27, 2016 Finnst þetta vera alltof mikið... pic.twitter.com/wy8Ww3a4N8— Þuríður Pála (@thuridurpala_) October 27, 2016 Afhverju eru stelpur stelpum svona grimmar hérna inná? Sé alltaf eftir því að opna twitter!— Arna Ýr Jónsdóttir (@ArnaYr) October 27, 2016 Nokkur umræða hefur skapast meðal Íslendinga á Twitter síðan Arna Ýr sneri aftur til landsins en hún kom meðal annars fram í Kastljósi og ítarlegu viðtali á Stöð 2. Er Arna Ýr sökuð um að gera grín að feitum með ummælum og myndbirtingum á samfélagsmiðlum. „Ég nenni ekki að lesa öll þessi ummæli því fólk virðist ekki átta sig á um hvað málið snýst. Eigandi keppninnar sagði við mig að ég væri of feit og þess vegna gæti ég ekki verið flott upp á sviði. Skilaboðin sem ég er að reyna koma fram með er að það breytir engu hvernig ég lít út, hvort sem ég er feit eða ekki, þá get ég alltaf verið flott.“ Á Twitter má sjá skjáskot af mynd sem birtist á Snapchat-reikningi FM957. Þar stendur Arna með fýlusvip og gerir sig stóra með peysunni sinni.Guð minn andskotans góður... pic.twitter.com/n4VqHIoe5X— Vala Ormarsdóttir (@valaormars) October 27, 2016 Einhver að taka síman af Örnu rn pic.twitter.com/Ck5jguBzxh— Andrea Dís (@andreavictors) October 27, 2016 „Það var kaldhæðinn brandari vegna eiganda keppninnar. Konur eru bara svo ótrúlega fljótar að móðgast og skrifa strax eitthvað á internetið. Það var t.d. ein ókunnug kona sem reyndi að setja heila ritgerð á vegginn minn í morgun um það að ég væri búin að missa allt úr höndunum og bara frekar leiðinleg skot á mig. Í staðinn fyrir að spyrja mig bara persónulega út í málið, þá ætlar hún að pósta þessu á vegginn minn.“Uppfært klukkan 14:45 Ókunnuga konan var Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, stjórnarmaður í Samtökum um líkamsvirðingu. Hún birti „ritgerðina“ á eigin vegg og spunnust umræður milli hennar, Siggu Daggar og Örnu Ýrar í kjölfarið.Arna Ýr segir að svona viðbrögð taki auðvitað á hana. „Ég er núna að fá heimsathygli og það er þvílíkt mál fyrir mig, ég er bara 21 árs gömul. En ég er alls ekki að gera grín að feitum konum, maðurinn sagði bara við mig að ég gæti ekki verið flott, því ég væri of feit.“En sér Arna Ýr eftir því að hafa grínast svona?„Ég sé eiginlega ekki eftir þessu, ég er ekki Ungfrú Ísland lengur og get ekki alltaf reynt að vera besta fyrirmyndin fyrir alla Íslendinga. Íslendingar eru dómharðasta fólk sem ég hef kynnst. Ég verð bara að halda mínu striki og reyna fá fleiri tækifæri út úr þessu. Kannski sé eftir því að hafa orðað þetta grín á þann máta að fólk skilur það ekki. Mér finnst hálfþreytandi að vera standa í þessu eftir allt sem ég er búin að vera ganga í gegnum síðustu daga. Fólk er bara svo fljótt að dæma.“ Arna ítrekar að það hafi aldrei verið ætlunin að gera grín að konum. „Ég var ekki að gera lítið úr konum, það er akkúrat öfugt, ég er að standa með konum.“ Á næstu dögum er hún á leiðinni í breskan sjónvarpsþátt, þátt sem ber nafnið Good Morning Britain. Því næst fer hún í viðtal í sunnudagsjónvarpsþátt á Ítalíu og er því mikið framundan hjá Örnu Ýri.Arna Ýr tjáði sig um málið á Facebook í morgun.Miklir fitufordómar í íslensku samfélagi Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, sagði í viðtali á Stöð 2 á dögunum að hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna uppákomunnar í Las Vegas væru gott dæmi um mikla fitufordóma í íslensku samfélagi. Í stað þess að einblína á þá staðreynd að Arna Ýr hefði hætt þátttöku vegna athugasemda við útlit hennar í fegurðarsamkeppni væri tímabært að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“Viðtalið við Elvu Björk má sjá í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Eigandi keppninnar: Arna Ýr leit út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum Nawat Itsaragrisil eigandi fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International í Las Vegas viðurkennir að starfsfólk keppninnar hafi sagt við Örnu Ýr Jónsdóttur að hún þyrfti að grenna sig til að henni myndi ganga vel í keppninni. 26. október 2016 10:30 Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14 Martröð Örnu Ýrar lokið: Komin heim eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að hætta í fegurðarkeppni Kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. október 2016 07:15 Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. Arna Ýr kom heim til Íslands á miðvikudaginn eftir ansi strembna daga í Las Vegas í Bandaríkjunum. Örnu leið illa nánast allan tímann, og ekki varð ástandið betra þegar eigandi keppninnar setti út á holdafar hennar, eins og frægt er orðið. Eigandi keppninnar sagði að Arna Ýr væri of feit.og ekki misskilja mig, @ArnaYr, ég er ekki sár. ég veit að ég er feit og finnst það í besta lagi— karó (@karoxxxx) October 27, 2016 Finnst þetta vera alltof mikið... pic.twitter.com/wy8Ww3a4N8— Þuríður Pála (@thuridurpala_) October 27, 2016 Afhverju eru stelpur stelpum svona grimmar hérna inná? Sé alltaf eftir því að opna twitter!— Arna Ýr Jónsdóttir (@ArnaYr) October 27, 2016 Nokkur umræða hefur skapast meðal Íslendinga á Twitter síðan Arna Ýr sneri aftur til landsins en hún kom meðal annars fram í Kastljósi og ítarlegu viðtali á Stöð 2. Er Arna Ýr sökuð um að gera grín að feitum með ummælum og myndbirtingum á samfélagsmiðlum. „Ég nenni ekki að lesa öll þessi ummæli því fólk virðist ekki átta sig á um hvað málið snýst. Eigandi keppninnar sagði við mig að ég væri of feit og þess vegna gæti ég ekki verið flott upp á sviði. Skilaboðin sem ég er að reyna koma fram með er að það breytir engu hvernig ég lít út, hvort sem ég er feit eða ekki, þá get ég alltaf verið flott.“ Á Twitter má sjá skjáskot af mynd sem birtist á Snapchat-reikningi FM957. Þar stendur Arna með fýlusvip og gerir sig stóra með peysunni sinni.Guð minn andskotans góður... pic.twitter.com/n4VqHIoe5X— Vala Ormarsdóttir (@valaormars) October 27, 2016 Einhver að taka síman af Örnu rn pic.twitter.com/Ck5jguBzxh— Andrea Dís (@andreavictors) October 27, 2016 „Það var kaldhæðinn brandari vegna eiganda keppninnar. Konur eru bara svo ótrúlega fljótar að móðgast og skrifa strax eitthvað á internetið. Það var t.d. ein ókunnug kona sem reyndi að setja heila ritgerð á vegginn minn í morgun um það að ég væri búin að missa allt úr höndunum og bara frekar leiðinleg skot á mig. Í staðinn fyrir að spyrja mig bara persónulega út í málið, þá ætlar hún að pósta þessu á vegginn minn.“Uppfært klukkan 14:45 Ókunnuga konan var Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, stjórnarmaður í Samtökum um líkamsvirðingu. Hún birti „ritgerðina“ á eigin vegg og spunnust umræður milli hennar, Siggu Daggar og Örnu Ýrar í kjölfarið.Arna Ýr segir að svona viðbrögð taki auðvitað á hana. „Ég er núna að fá heimsathygli og það er þvílíkt mál fyrir mig, ég er bara 21 árs gömul. En ég er alls ekki að gera grín að feitum konum, maðurinn sagði bara við mig að ég gæti ekki verið flott, því ég væri of feit.“En sér Arna Ýr eftir því að hafa grínast svona?„Ég sé eiginlega ekki eftir þessu, ég er ekki Ungfrú Ísland lengur og get ekki alltaf reynt að vera besta fyrirmyndin fyrir alla Íslendinga. Íslendingar eru dómharðasta fólk sem ég hef kynnst. Ég verð bara að halda mínu striki og reyna fá fleiri tækifæri út úr þessu. Kannski sé eftir því að hafa orðað þetta grín á þann máta að fólk skilur það ekki. Mér finnst hálfþreytandi að vera standa í þessu eftir allt sem ég er búin að vera ganga í gegnum síðustu daga. Fólk er bara svo fljótt að dæma.“ Arna ítrekar að það hafi aldrei verið ætlunin að gera grín að konum. „Ég var ekki að gera lítið úr konum, það er akkúrat öfugt, ég er að standa með konum.“ Á næstu dögum er hún á leiðinni í breskan sjónvarpsþátt, þátt sem ber nafnið Good Morning Britain. Því næst fer hún í viðtal í sunnudagsjónvarpsþátt á Ítalíu og er því mikið framundan hjá Örnu Ýri.Arna Ýr tjáði sig um málið á Facebook í morgun.Miklir fitufordómar í íslensku samfélagi Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, sagði í viðtali á Stöð 2 á dögunum að hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna uppákomunnar í Las Vegas væru gott dæmi um mikla fitufordóma í íslensku samfélagi. Í stað þess að einblína á þá staðreynd að Arna Ýr hefði hætt þátttöku vegna athugasemda við útlit hennar í fegurðarsamkeppni væri tímabært að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“Viðtalið við Elvu Björk má sjá í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Eigandi keppninnar: Arna Ýr leit út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum Nawat Itsaragrisil eigandi fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International í Las Vegas viðurkennir að starfsfólk keppninnar hafi sagt við Örnu Ýr Jónsdóttur að hún þyrfti að grenna sig til að henni myndi ganga vel í keppninni. 26. október 2016 10:30 Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14 Martröð Örnu Ýrar lokið: Komin heim eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að hætta í fegurðarkeppni Kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. október 2016 07:15 Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Eigandi keppninnar: Arna Ýr leit út fyrir að vera „grennri og fallegri“ á myndum Nawat Itsaragrisil eigandi fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International í Las Vegas viðurkennir að starfsfólk keppninnar hafi sagt við Örnu Ýr Jónsdóttur að hún þyrfti að grenna sig til að henni myndi ganga vel í keppninni. 26. október 2016 10:30
Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14
Martröð Örnu Ýrar lokið: Komin heim eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að hætta í fegurðarkeppni Kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. október 2016 07:15
Arna Ýr hætt: „Ég er komin með þvílíkt upp í kok á þessu“ Arna Ýr, Ungfrú Ísland, kom heim til Íslands í nótt eftir erfiða daga og vikur í Las Vegas. Hún er hætt þáttöku í fegurðarsamkeppnum. 26. október 2016 20:00