Arnar: Ein mesta hörmung sem ég hef séð Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 30. júní 2016 22:29 Arnar stýrði Breiðabliki í fyrsta sinn í Evrópuleik í kvöld. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jelgava hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jelgava hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sjá meira