Arnfirðingar vilja breyta veðurkortinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. ágúst 2014 07:30 Þá sem horfðu á veðurfréttirnar 5. ágúst hefur örugglega ekki fýst í að fara vestur. Þar voru sýnd fimm stig á Vestfjörðum meðan þau reyndust um 14 á Bíldudal. „Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit. Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit.
Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira