Árni & Kinsky leikstýra myndbandinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 09:00 Of Monsters and Men nýtur mikilla vinsælda víða. Hér má sjá sveitina á sviði í Ástralíu. nordicphotos/getty Mikil viðhöfn var þegar myndbandið við lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men var tekið upp um helgina hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tökum var háttað og sagðist fjöldi fólks sem kom að tökunum ekki geta tjáð sig um málið. Á Instagram-síðu sveitarinnar var birt mynd af orðsendingu til þeirra sem störfuðu við gerð myndbandsins og þeir beðnir að deila ekki myndum af tökustað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stærstur hluti myndbandsins tekinn upp í upptökuveri Saga Film við Laugaveg. Þar var komið upp sviðsmynd sem leit út eins og eins konar gangverk sem hljómsveitin lék innan í. Starfsmenn sem unnu að gerð myndbandsins fengu ekki að vita hvernig sviðsmyndin átti að birtast í myndbandinu sjálfu, né hvert heildarkonsept myndbandsins væri. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að mikil möl hafi verið notuð við gerð myndbandsins og hafi lítil grafa verið notuð til þess að flytja mölina inn í myndverið.Tvíeykið Árni & Kinsky sér um leikstjórn myndbandsins. Árni og Kinsky eru þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Þeir hafa leikstýrt myndböndum ensku sveitanna Placebo, The Editors og Florence and the Machine. Þeir hafa einnig leikstýrt fjölda myndbanda fyrir Sigur Rós og gerðu nýjasta myndband írska söngvarans Damiens Rice. Auk leikstjóranna tveggja hafði fyrirtækið True North aðkomu að gerð myndbandsins. Stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir vann einnig við gerð þess. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af stíliseringu og starfar í tískugeiranum, fyrir fyrirtækið JÖR. Auk þess var nokkur fjöldi bandarískra starfsmanna staddur hér á landi í tengslum við upptökurnar. Þegar mest var mátti telja um fjörutíu manns í myndverinu og ljóst að lítið var til sparað við gerð myndbandsins, enda Of Monsters and Men heimsþekkt hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda víða.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem tvíeykið Árni & Kinsky gerði. Tónlist Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Mikil viðhöfn var þegar myndbandið við lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men var tekið upp um helgina hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tökum var háttað og sagðist fjöldi fólks sem kom að tökunum ekki geta tjáð sig um málið. Á Instagram-síðu sveitarinnar var birt mynd af orðsendingu til þeirra sem störfuðu við gerð myndbandsins og þeir beðnir að deila ekki myndum af tökustað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stærstur hluti myndbandsins tekinn upp í upptökuveri Saga Film við Laugaveg. Þar var komið upp sviðsmynd sem leit út eins og eins konar gangverk sem hljómsveitin lék innan í. Starfsmenn sem unnu að gerð myndbandsins fengu ekki að vita hvernig sviðsmyndin átti að birtast í myndbandinu sjálfu, né hvert heildarkonsept myndbandsins væri. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að mikil möl hafi verið notuð við gerð myndbandsins og hafi lítil grafa verið notuð til þess að flytja mölina inn í myndverið.Tvíeykið Árni & Kinsky sér um leikstjórn myndbandsins. Árni og Kinsky eru þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Þeir hafa leikstýrt myndböndum ensku sveitanna Placebo, The Editors og Florence and the Machine. Þeir hafa einnig leikstýrt fjölda myndbanda fyrir Sigur Rós og gerðu nýjasta myndband írska söngvarans Damiens Rice. Auk leikstjóranna tveggja hafði fyrirtækið True North aðkomu að gerð myndbandsins. Stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir vann einnig við gerð þess. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af stíliseringu og starfar í tískugeiranum, fyrir fyrirtækið JÖR. Auk þess var nokkur fjöldi bandarískra starfsmanna staddur hér á landi í tengslum við upptökurnar. Þegar mest var mátti telja um fjörutíu manns í myndverinu og ljóst að lítið var til sparað við gerð myndbandsins, enda Of Monsters and Men heimsþekkt hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda víða.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem tvíeykið Árni & Kinsky gerði.
Tónlist Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira