Lífið

Árni breytti leiknum: Rúllaði pizzu utan um pylsu og borðaði af bestu list

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni Torfason með nýja hugmynd.
Árni Torfason með nýja hugmynd.
Árni Torfason er búsettur í Svíþjóð en fylgist greinilega vel með umræðunni hér á landi.

Síðustu daga hafa nefnilega margir Íslendingar prófað að rúlla upp pítsu og borða hana eins og pylsu. Maður að nafni Gunnar Már Gunnarsson vakti fyrst athygli á þessu í síðustu viku og greindi Nútíminn frá málinu.

Árni vildi gera enn betur og ákvað hann að rúlla upp pítsu með pylsu inni í og borða. Þetta tók hann allt saman upp á myndband og greindi frá því á Snapchat. Núna hefur hann einnig sett söguna inn á YouTube og má horfa á útkomuna hér að neðan. Hann gefur þessu 8 af 10 í einkunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.