Lífið

Árni Johnsen ósáttur við að vera kallaður stórslys

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Johnsen íhugar málshöfðun gegn Agnesi Bragadóttur.
Árni Johnsen íhugar málshöfðun gegn Agnesi Bragadóttur.

Það ræðst á mánudaginn næstkomandi hvort Árni Johnsen muni stefna Agnesi Bragadóttur vegna ummæla hennar í þættinum „Í bítið á Bylgjunni" þann 9. júlí síðastliðinn.

Agnes var mjög ómyrk í máli þegar talið barst að grein sem Árni Johnsen hafði skrifað og snerist öðru fremur um íslenskt réttarkerfi og Baugsmálið. „Hann er dæmdur glæpamaður. Hann var mútuþægur, dæmdur fyrir umboðssvik í tveggja ára fangelsi og svo stígur hann fram, maðurinn sem aldrei iðraðist, hafði aldrei gert neitt rangt, upphefur sjálfan sig ..." sagði Agnes. Hún bætti svo við með því að segja að Árni væri hálfgert stórslys og ætti að hafa vit á því að halda kjafti.

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Árna, segist hafa kallað eftir upptöku af þættinum. „Við munum gefa okkur tíma yfir helgina til að íhuga hvort það sé ástæða reyna að fá þessum ummælum hnekkt og þau dæmd ómerk. Einar Hugi segist búast við að ef farið verði í mál verði jafnframt sett fram bótakrafa. „Það er mismunandi hve háar bótakröfur hafa verið, en þær voru 20 milljónir í Bubbamálinu," segir Einar Hugi.

Einar bendir þó á að dæmdar bætur hafi ekki verið í samræmi við bótakröfur. Í nýlegum dómum hafi þó verið dæmdar bætur upp að einni og hálfri milljón. Bubbi fékk um 700 þúsund vegna ummælanna „Bubbi fallinn", sem birtust í tímaritinu Hér og nú.

Smelltu hér til að hlusta á ummæli Agnesar










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.