Íslenski boltinn

Arnór Sveinn kominn heim í Breiðablik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Sveinn Aðalsteinsson boðinn velkominn aftur í Breiðablik.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson boðinn velkominn aftur í Breiðablik. Mynd/Knattspyrnudeild Breiðabliks
Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun spila með Kópavogsliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Arnór Sveinn, sem verður 28 ára gamall í lok mánaðarins, er að snúa aftur heim í Breiðablik en hann hefur verið atvinnumaður með Hönefoss í Noregi undanfarin þrjú tímabil. Hann var uppalinn hjá Blikum.

Arnór Sveinn spilaði með Breiðabliki frá 2004 til 2011 og varð Íslandsmeistari með félaginu 2010 og bikarmeistari árið á undan. Hann fór til Hönefoss á miðju sumri 2011 og fór upp í norsku úrvalsdeildina með norska liðinu.

Arnór Sveinn hefur leikið tólf A-landsleiki og níu 21 árs landsleiki fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×