Fótbolti

Aron fullviss um að Bandaríkin hefðu komist áfram með sig inn á

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Jóhannsson spilaði 70 mínútur í fyrsta leik Bandaríkjanna á móti Gana á HM.
Aron Jóhannsson spilaði 70 mínútur í fyrsta leik Bandaríkjanna á móti Gana á HM. vísir/getty
Aron Jóhannsson og félagar í bandaríska landsliðinu í fótbolta eru úr leik á HM í Brasilíu eftir tap gegn Belgíu í 16 liða úrslitum á þriðjudagskvöldið.

Aron spilaði 70 mínútur í fyrsta leik liðsins gegn Gana í riðlakeppninni þegar JozyAltidore meiddist, en kom svo ekkert meira við sögu á mótinu. Aron átti við meiðsli að stríða, að því fram kom í máli MagnúsarAgnarsMagnússonar umboðsmanns Arons, í bítinu á Bylgunni í morgun.

„Hann spilaði yfir 60 leiki á sínu fyrsta tímabili með AZ og svo fer hann beint inn í HM. Hann var því ekki með ferskasta móti. Hann sagði mér sjálfur að undirbúningurinn í San Francisco hefði verið sá erfiðasti síðan hann fór í gegnum sitt fyrsta undirbúningstímabil í Danmörku. Það var vel tekið á því,“ sagði Magnús Agnar.

„Hann var smá tæpur eftir langt tímabil með AZ. Það var eitthvað í sin í táni og það var ökklinn. Hann er að fara í uppskurð núna á ökklanum. Það er bein sem þarf að fræsa aðeins. Svo var nárinn líka að plaga hann þannig hann gekk ekki heill til skógar.“

„En hann var fullviss um það, að ef hann hefði farið inn á í síðasta leiknum þá væru Bandaríkin í átta liða úrslitum í dag,“ sagði Magnús Agnar Magnússon.

Magnús Agnar fór ásamt fjölskyldu Arons til Brasilíu og sá þar einn leik. Hann ræddi ævintýraförina í bítinu en allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×