Innlent

Kortaútsala framundan hjá Landmælingum Íslands

Landmælingamenn við störf.
Landmælingamenn við störf.

Landmælingar Íslands munu selja lager sinn af prentuðum kortum og öðrum vörum á næstu vikum. Vefútgáfa héraðsblaðsins Skessuhorns greinir frá þessu. LMÍ munu síðan hætta að selja kortagögn, í samræmi við ný lög sem taka gildi um áramótin. Forstjóri Landmælinga segir stofnunina þar með missa stóran spón úr sínum aski.

Nýju lögin voru samþykkt í vor vegna árekstra einkafyrirtækja og stofnunarinnar sem samkeppnisyfirvöld bentu á að væru óviðunandi.

Skessuhornið hefur eftir Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra Landmælinga Íslands, að LMÍ verði af 25-30 milljónum króna á ári og að tekjumissirinn sé aðeins að hluta bættur í fjárlögum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×