Erlent

55 veikir og einn látinn eftir eitraðar tertur í Uppsölum

Á sjötta tug manna hafa fengið magapest eftir að hafa fengið sneið af tertum frá bakaríi í Uppsölum í Svíþjóð. 86 ára gamall maður lést eftir að hafa smakkað á tertu í erfidrykkju og sjö börn sem fengu afmælistertu í barnaafmæli hafa legið veik. Starfsmaður bakarísins bar caliciveiruna inn í bakaríið eftir að börn hans fengu pest.

Caliciveiran berst með lofti eða berst í mat með óhreinum höndum og getur valdið alvarlegum veikindum hjá börnum og eldra fólki og fólki sem er með skert ónæmiskerfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×