Erlent

Breska leyniþjónustan rannsakar áform um 30 hryðjuverkaárásir

Eliza Manningham-Buller yfirmaður MI5
Eliza Manningham-Buller yfirmaður MI5

Elísa Manningham-Buller, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir 30 hryðjuverkaárásir í rannsókn í Bretlandi og að leyniþjónustan fylgist með yfir 1600 einstaklingum, sem margir væru í tengslum við Al-Kæda í Pakistan.

Manningham-Buller sagði að verið væri að undirbúa unga menn undir að gera sjálsmorðssprengjuárásir, en það væri þó ekki mesta ógnin.

Sú stund nálgaðist að hryðjuverkamenn yrðu í aðstöðu til þess að beita efna- og sýklavopnum og jafnvel kjarnorkuvopnum.

Yfirmaður MI5 sagði að njósnarar hennar og lögreglan hefðu komið í veg fyrir fimm meiriháttar árásir síðan hryðjuverkaárásir voru gerðar á lestarkerfi Lundúnaborgar, á síðasta ári.

Meðal annars var komið í veg fyrir árásir á allt að tíu farþegaþotur á flugi frá Evrópu til Bandaríkjanna.

Elíza Manningham-Buller tjáir sig mjög sjaldan opinberlega um öryggismál, og að hún skuli gera það með þessum hætti þykir til marks um hvað ríkisstjórnin tekur þetta alvarlega.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×