Innlent

Atvinnuleysi ekki minna í sex ár

Atvinnuleysi í nýliðnum októbermánuði var eitt prósent og hefur ekki verið minna í sex ár samkvæmt áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar að ríflega 36 þúsund atvinnuleysisdagar hafi verið skráðir í október á landinu öllu sem jafngilda því að 1.645 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysi reyndist mest á Suðurnesjum í síðasta mánuði, eð 2,1 prósent en minnst var það á Norðurlandi vestra eða 0,3 prósent. Atvinnuleysi karla jókst um 7,5 prósent frá fyrra mánuði en atvinnuleysi kvenna reyndist hafa minnkað á sama tíma um 3,7 prósent. Enn fremur kemur fram á vef Vinnumálastofnunar að atvinnuleysi versni yfirleitt milli október og nóvember og því megi búast við að atvinnuleysi í nóvember aukist lítils háttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×