Innlent

Litlu munaði að eldurinn færi upp um þakið á Laugavegi

Slökkviliðsmenn við störf á Laugavegi 84.
Slökkviliðsmenn við störf á Laugavegi 84. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir mikinn eldsvoða í íbúð á efstu hæð í húsi við Laugaveg 84 í gærkvöldi, en þar var orðin svonefnd yfirtendrun vegna hita þannig að andrúmsloftið innan dyra logaði. Fjórum reykköfurum tókst að skríða inn í mannlausa íbúðina og slá á eldinn og hitann þannig að greiðlega gekk að slökkva.

Ef eldur hefði náð að brjóta sig út úr íbúðinni er talið að þakið hefði orðið alelda á svipstundu og neistaflug staðið yfir nágrennið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, því hvasst var í veðri. Engan sakaði, en auk þess sem allt innanstokks í íbúðinni er ónýtt, urðu skemmdir í annari íbúð í húsinu. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×