Innlent

Sendiherrann fór út bakdyramegin, hátt í hundrað mótmælendur við ráðuneytið

Tæplega hundrað manns mótmæltu drápi Ísraelsmanna á mörgum óbreyttum borgurum í Palestínu nýverið, þegar ísraelski sendiherrann gekk á fund Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Sendiherrann var mættur í ráðuneytið áður en mótmælendur komu og að loknum fundinum fór sendiherrann út bakdyramegin.

Mótmælendum tókst því ekki að koma skilaboðunum beint til skila.

Steingrímur Sigfússon, formaður Vinstri - Grænna, taldi það mikilvægt að sendiherra Ísraels fengi með þessum hætti skilaboð um að framferði ríkisins væri ekki samþykkt hér á Íslandi og að það myndi styrkja Valgerði Sverrisdóttur í að koma sterkum mótmælum á framfæri á formlegan hátt.

Salman Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi, sagði að Íslendingum bæri siðferðileg skylda til að hjálpa Palestínumönnum að stofna sjálfstætt ríki og að láta ísraelska sendiherrann vita að hér á Íslandi væru margir á móti framgöngu Ísraela á herteknu svæðunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×