Innlent

Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í tæpt ár

Fullur tankur lækkar kannski í verði ef þetta heldur áfram svona.
Fullur tankur lækkar kannski í verði ef þetta heldur áfram svona.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um heil fjögur prósent á einum sólarhring og hefur ekki verið lægra í tæpt ár. Tunnan af hráolíu lækkaði í morgun niður fyrir 56 dollara, en verð á tunnu fór hæst upp í 78 dollara í júlí síðastliðnum. Þetta er því lækkun um heila 22 dollara á tunnu.

Vísitala í orkufyrirtækjum hefur lækkað töluvert í kauphallöllum víða um heim. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að um tímabundna lækkun sé ræða. Ekki er þó útséð um hvort leiðin liggur upp á við eða áfram niður, en sumir markaðssérfræðingar spá því að olíuúrflutningsríkin í OPEC samtökunum muni ákveða að draga úr framleiðslu til að knýja fram hækkun á ný.

Ein aðalástæðan fyrir lækkuninni er skýrsla gasframleiðenda í Bandaríkjunum í gærkvöldi sem gaf til kynna afar sterka birgðastöðu á jarðgasi, og að veðurfræðingar búast við tiltölulega mildum vetri vestra. Samkvæmt þessum tölum ætti að vera komið svigrúm til bensínlækkunar hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×