Innlent

Nætursaltaðar götur í Reykjavík

Hálkan verður vonandi liðin tíð á aðalgötum Reykjavíkur í vetur.
Hálkan verður vonandi liðin tíð á aðalgötum Reykjavíkur í vetur. MYND/Ásgrímur Ásgrímsson

Saltmenn verða á næturvöktum í Reykjavík það sem eftir lifir vetrar og sjá til þess að götur séu auðar þegar fólk mætir til vinnu. Nætursöltunarvaktirnar verða skipaðar fram til 15. apríl, þegar naglatímabilinu lýkur. Þeir salta þó ekki nema þörf krefji en fylgjast með því að alls staðar sé gatan greið.

Strætóleiðir, stofnbrautir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs og er miðað við að hreinsun þeirra sé lokið fyrir klukkan 7 að morgni. Síðan koma aðrar safngötur, en húsagötur eru ekki ruddar nema brýn ástæða sé til.

Eftirlitsmenn eru komnir á vaktina klukkan þrjú og snjóhreinsun og hálkueyðing hefst klukkan fjögur til að ná öllum forgangsleiðum fyrir klukkan sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×