Ekki víst að Kristinn taki sæti á listanum 19. nóvember 2006 08:00 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins." Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins."
Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent