Tölum ekki niður til barnanna 12. desember 2006 12:30 Máni Svavarsson þakkar velgengni Latabæjar vinsældir smáskífunnar Bing Bang sem komst í fjórða sæti breska smáskífulistans. MYND/Hörður „Latibær slær nýtt met í hverri viku," segir Máni Svavarsson, lagahöfundur sjónvarpsþáttanna um Íþróttaálfinn og vini hans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafnaði smáskífan Bing Bang í fjórða sæti breska smáskífulistans en engum íslenskum tónlistarmanni hefur tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin með gullplötu upp á arminn en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. „Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á þessu en þetta kemur auðvitað í beinu framhaldi af þeim frábæru viðtökum sem Latibær hefur fengið," útskýrir Máni. „Við höfðum heyrt af því fyrr í vikunni að hún gengi vel en þessi niðurstaða er framar öllum vonum," bætir Máni við en smáskífan fór beint í sjötta sætið fyrstu dagana og hélt síðan áfram að bæta við sig, jafnt og þétt. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að Latibær slær mörgum af helstu stórstjörnum poppheimsins við og nægir þar að nefna P. Diddy ásamt Christinu Aguilera með lagið Tell Me, Íslandsvininum Morrissey og nýjasta Bond-laginu sem Chris Cornell syngur. Þá hafði Gwen Stefani ekkert roð í Sollu og félaga en hún hafnaði í fimmta sæti listans með lagið Wind it Up. Máni segir að öll lög og textar séu unnin í nánu samstarfi við Magnús Scheving, skapara þáttanna, og Bing Bang er engin undantekning á þeirri reglu. „Lagið varð til fyrir leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og ég man að það var tiltölulega stuttan tíma í smíðum," útskýrir Máni og viðurkennir síðan að hann hafi snemma haft það á tilfinningunni að þetta væri ágætis poppsmellur. Lagahöfundurinn segist hins vegar ekki setja sig í neinar sérstakar stellingar þótt hann sé að semja tónlist fyrir barnaþátt enda vilji hann fá alla fjölskylduna til að standa upp úr sófanum og dansa heima í stofu. „Ég held að það sé líka hluti af velgengninni hjá Latabæ, við tölum ekki niður til barnanna," segir Máni sem vill ekki meina að hann sé orðinn milljónamæringur þrátt fyrir þessar miklu vinsældir. „Það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir peningana að byrja að tikka inn í kassann." Gwen Stefni varð að láta sér fimmta sætið að góðu verða með smáskífu sína Wind it up. . Julianna Rose Mauriello söng sig inn í hug og hjörtu breskra aðdáenda Latabæjar með laginu Bing Bang. . Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Latibær slær nýtt met í hverri viku," segir Máni Svavarsson, lagahöfundur sjónvarpsþáttanna um Íþróttaálfinn og vini hans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafnaði smáskífan Bing Bang í fjórða sæti breska smáskífulistans en engum íslenskum tónlistarmanni hefur tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin með gullplötu upp á arminn en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. „Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á þessu en þetta kemur auðvitað í beinu framhaldi af þeim frábæru viðtökum sem Latibær hefur fengið," útskýrir Máni. „Við höfðum heyrt af því fyrr í vikunni að hún gengi vel en þessi niðurstaða er framar öllum vonum," bætir Máni við en smáskífan fór beint í sjötta sætið fyrstu dagana og hélt síðan áfram að bæta við sig, jafnt og þétt. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að Latibær slær mörgum af helstu stórstjörnum poppheimsins við og nægir þar að nefna P. Diddy ásamt Christinu Aguilera með lagið Tell Me, Íslandsvininum Morrissey og nýjasta Bond-laginu sem Chris Cornell syngur. Þá hafði Gwen Stefani ekkert roð í Sollu og félaga en hún hafnaði í fimmta sæti listans með lagið Wind it Up. Máni segir að öll lög og textar séu unnin í nánu samstarfi við Magnús Scheving, skapara þáttanna, og Bing Bang er engin undantekning á þeirri reglu. „Lagið varð til fyrir leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og ég man að það var tiltölulega stuttan tíma í smíðum," útskýrir Máni og viðurkennir síðan að hann hafi snemma haft það á tilfinningunni að þetta væri ágætis poppsmellur. Lagahöfundurinn segist hins vegar ekki setja sig í neinar sérstakar stellingar þótt hann sé að semja tónlist fyrir barnaþátt enda vilji hann fá alla fjölskylduna til að standa upp úr sófanum og dansa heima í stofu. „Ég held að það sé líka hluti af velgengninni hjá Latabæ, við tölum ekki niður til barnanna," segir Máni sem vill ekki meina að hann sé orðinn milljónamæringur þrátt fyrir þessar miklu vinsældir. „Það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir peningana að byrja að tikka inn í kassann." Gwen Stefni varð að láta sér fimmta sætið að góðu verða með smáskífu sína Wind it up. . Julianna Rose Mauriello söng sig inn í hug og hjörtu breskra aðdáenda Latabæjar með laginu Bing Bang. .
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira