Sími þingmanns var hleraður 28. nóvember 2006 07:00 Hannibal Valdimarsson Dómsúrskurður um að lögreglunni í Reykjavík væri leyfilegt að hlera síma Hannibals Valdimarssonar var kveðinn upp sunnudaginn 26. febrúar 1961, en þá sat Hannibal á þingi og naut því þinghelgi. Þetta kemur fram í gögnum sem Ólafur, sonur Hannibals, hefur fengið frá þjóðskjalaverði. Að sögn Ólafs var úrskurðurinn fenginn að beiðni dómsmálaráðuneytisins og Baldur Möller deildarstjóri skrifaði undir beiðnina fyrir hönd ráðuneytisins. Sakadómari, Valdimar Stefánsson, kom þann sama dag upp í ráðuneyti og kvað upp dómsúrskurð um að hlerun væri heimil á heimasíma Hannibals og vinnusíma hans hjá Alþýðusambandi Íslands, en Hannibal var forseti þess. Einnig var veitt heimild til hlerunar á símanúmerum annarra, en yfir þau hefur verið strikað. Annar af tveimur vottum að úrskurðinum var Sigurjón Sigurðsson, þáverandi lögreglustjóri. Dómsúrskurður Valdimars byggist á tveimur röksemdum. Að þeir sem hleraðir skuli, liggi undir grun um að vilja trufla starfsfrið Alþingis og að þeir séu grunaðir um að ógna öryggi ríkisins. Á þessum tíma var Hannibal annar af tveimur leiðtogum stjórnarandstöðunnar, búinn að sitja á þingi í hálfan annan áratug, eða síðan 1946. Hann hafði verið í ríkisstjórn skömmu áður, gegndi embætti félags- og heilbrigðismálaráðherra til ársloka 1958. Ekki fylgir upplýsingum þjóðskjalavarðar hversu lengi hleranirnar stóðu yfir né hver nýtti sér upplýsingar úr þeim. Ekki heldur hvað um þær varð. Innlent Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Dómsúrskurður um að lögreglunni í Reykjavík væri leyfilegt að hlera síma Hannibals Valdimarssonar var kveðinn upp sunnudaginn 26. febrúar 1961, en þá sat Hannibal á þingi og naut því þinghelgi. Þetta kemur fram í gögnum sem Ólafur, sonur Hannibals, hefur fengið frá þjóðskjalaverði. Að sögn Ólafs var úrskurðurinn fenginn að beiðni dómsmálaráðuneytisins og Baldur Möller deildarstjóri skrifaði undir beiðnina fyrir hönd ráðuneytisins. Sakadómari, Valdimar Stefánsson, kom þann sama dag upp í ráðuneyti og kvað upp dómsúrskurð um að hlerun væri heimil á heimasíma Hannibals og vinnusíma hans hjá Alþýðusambandi Íslands, en Hannibal var forseti þess. Einnig var veitt heimild til hlerunar á símanúmerum annarra, en yfir þau hefur verið strikað. Annar af tveimur vottum að úrskurðinum var Sigurjón Sigurðsson, þáverandi lögreglustjóri. Dómsúrskurður Valdimars byggist á tveimur röksemdum. Að þeir sem hleraðir skuli, liggi undir grun um að vilja trufla starfsfrið Alþingis og að þeir séu grunaðir um að ógna öryggi ríkisins. Á þessum tíma var Hannibal annar af tveimur leiðtogum stjórnarandstöðunnar, búinn að sitja á þingi í hálfan annan áratug, eða síðan 1946. Hann hafði verið í ríkisstjórn skömmu áður, gegndi embætti félags- og heilbrigðismálaráðherra til ársloka 1958. Ekki fylgir upplýsingum þjóðskjalavarðar hversu lengi hleranirnar stóðu yfir né hver nýtti sér upplýsingar úr þeim. Ekki heldur hvað um þær varð.
Innlent Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira