Margir vilja bæta lestrar- og ritfærni 4. desember 2006 06:45 Ekki vísbending um ritótta „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þann ritótta sem skólinn er sakaður um,“ segir Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hann og Elísabet Arnardóttir talmeinafræðingur stóðu að rannsókn á lestrar- og ritfærni Íslendinga. MYND/Anton Margir fullorðnir telja að þeir geti bætt lestrar- og ritfærni sína og hafa skoðun á því hvernig að því mætti standa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem lestrarpróf var lagt fyrir rúmlega þrjú hundruð þátttakendur víðs vegar í atvinnulífinu og tekið viðtal við þá. Hópurinn endurspeglaði menntunarstig þjóðarinnar. Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, stóð að rannsókninni ásamt Elísabetu Arnardóttur talmeinafræðingi. Guðmundur segir að góðir lesarar vilji auka lestrarhraða en slakari lesarar bæta lesskilning. „Það er spurning hvort þeir sem lesa minna og hafa meira fyrir því nýti lesturinn ekki jafn vel og hinir. Þeir vilja kannski ná meira út úr textanum frekar en að auka lestrarhraða. Margir vilja takast á við margs konar texta og svolítið er um að menn vilji læra að skrifa bréf," segir hann. Guðmundur segir að „svolítið af fólki" vilji „læra að semja sögur og ljóð. Það eru ótrúlega margir sem halda dagbók og þar eru konur í meirihluta. Nokkrir vilja nýta lesturinn til að hjálpa börnum við heimanámið og hjá þeim slakari í hópnum er áberandi að þeir vilja læra að lesa upphátt." Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna. Guðmundur segir að konur fari mun meira á bókasafn og hjálpi börnunum við heimanám. Aldur skiptir máli þegar lestrar- og ritvenjur eru skoðaðar og lestrarfærni er tengd aldri. Fleiri í elsta hópnum eru hæglæsir og hafa ekki sömu tök á lestri og yngra fólkið. „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þennan ritótta sem skólinn hefur verið sakaður um," segir Guðmundur. „Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að þjóðin er farin að skrifa og skrifar djöfulinn ráðalausan eins og sagt var í gamla daga. Hún skrifar og skrifar," segir Guðmundur og bendir á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið í lestri og ritun á tölvu, með bloggi á netinu, tölvupósti og sms-i. „Það hefur orðið gjörbylting og textarnir eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Getum við ekki nýtt þessa hvatningu sem skapast af nýrri tækni og samskiptum og farið að vinna öðruvísi með mál og málhegðun í skólanum," spyr hann. Tengdar fréttir Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Margir fullorðnir telja að þeir geti bætt lestrar- og ritfærni sína og hafa skoðun á því hvernig að því mætti standa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem lestrarpróf var lagt fyrir rúmlega þrjú hundruð þátttakendur víðs vegar í atvinnulífinu og tekið viðtal við þá. Hópurinn endurspeglaði menntunarstig þjóðarinnar. Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, stóð að rannsókninni ásamt Elísabetu Arnardóttur talmeinafræðingi. Guðmundur segir að góðir lesarar vilji auka lestrarhraða en slakari lesarar bæta lesskilning. „Það er spurning hvort þeir sem lesa minna og hafa meira fyrir því nýti lesturinn ekki jafn vel og hinir. Þeir vilja kannski ná meira út úr textanum frekar en að auka lestrarhraða. Margir vilja takast á við margs konar texta og svolítið er um að menn vilji læra að skrifa bréf," segir hann. Guðmundur segir að „svolítið af fólki" vilji „læra að semja sögur og ljóð. Það eru ótrúlega margir sem halda dagbók og þar eru konur í meirihluta. Nokkrir vilja nýta lesturinn til að hjálpa börnum við heimanámið og hjá þeim slakari í hópnum er áberandi að þeir vilja læra að lesa upphátt." Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna. Guðmundur segir að konur fari mun meira á bókasafn og hjálpi börnunum við heimanám. Aldur skiptir máli þegar lestrar- og ritvenjur eru skoðaðar og lestrarfærni er tengd aldri. Fleiri í elsta hópnum eru hæglæsir og hafa ekki sömu tök á lestri og yngra fólkið. „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þennan ritótta sem skólinn hefur verið sakaður um," segir Guðmundur. „Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að þjóðin er farin að skrifa og skrifar djöfulinn ráðalausan eins og sagt var í gamla daga. Hún skrifar og skrifar," segir Guðmundur og bendir á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið í lestri og ritun á tölvu, með bloggi á netinu, tölvupósti og sms-i. „Það hefur orðið gjörbylting og textarnir eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Getum við ekki nýtt þessa hvatningu sem skapast af nýrri tækni og samskiptum og farið að vinna öðruvísi með mál og málhegðun í skólanum," spyr hann.
Tengdar fréttir Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45