Innlent

Þiggur ekki fjórða sætið af feminískum ástæðum

Hlynur Hallsson.
Hlynur Hallsson. MYNDValgarður

Varaþingmaður Vinstri - grænna í Norðausturkjördæmi ákvað í gær að þiggja ekki fjórða sætið á listanum. Hann segir ástæður þess af femínískum toga.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, mun áfram skipa efsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta var ákveðið á kjördæmisþingi á Akureyri í gær. Þuríður Backman þingmaður verður áfram í öðru sæti en tekist var á um þriðja sætið. Þar sat Hlynur Hallsson myndlistarmaður sem komið hefur fjórum sinnum inn á þing þetta kjörtímabil sem varaþingmaður en Björn Valur Gíslason, sjómaður frá Ólafsfirði, vildi einnig það sæti.

Svo fór að gerð var tillaga á kjördæmisráðsþinginu að Björn Valur fengi þriðja sætið en Hlynur fjórða. Hlynur þáði ekki fjórða sætið heldur ákvað að skipa átjánda sætið á listanum. Hann segist yfirlýstur femínisti og það hafi ráðið því að fyrst hann náði ekki þriðja sætinu hafi hann viljað sjá konu í fjórða sætinu.

Mun Dýrleif Skjóldal sundþjálfari taka það sæti og Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur verður í fimmta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×