Níðstöng veldur vandræðum 21. desember 2006 18:28 Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. Sjaldgæft er á síðari tímum að menn reisi níðstangir þó það hafi verið siður á Sturlungu. Bregður svo við að Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal hefur reist eina slíka í landi sínu og blasir hún við frá þjóðveginum. Má rekja þessa níðstöng til þess að fyrir ári varð Óskar Björnsson, sem býr á Bíldudal, fyrir því óláni að aka yfir hvolp sem Þorvaldur bóndi átti. Taldi hann að þetta væri viljaverk og hafa deilur milli þeirra magnast síðan. Á dögunum slátraði Þorvaldur bóndi tveimur kálfum en hausinn á öðrum skóf hann og setti á níðstöngina. Á hana eru rist þessi mergjuðu orð: "Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óskari Björnssyni. Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villu vegar. Engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi að honum dauðum." Undirritað Þorvaldur Stefánsson, Otradal. Óskar Björnsson hefur kært Þorvald til lögreglu fyrir morðhótun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði verður talað við manninn, en ekki er ljóst til hvaða aðgerða verður gripið þar sem ekki er liggur fyrir hvernig bregðast skuli lögum samkvæmt við níðstöngum í dag. Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. Sjaldgæft er á síðari tímum að menn reisi níðstangir þó það hafi verið siður á Sturlungu. Bregður svo við að Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal hefur reist eina slíka í landi sínu og blasir hún við frá þjóðveginum. Má rekja þessa níðstöng til þess að fyrir ári varð Óskar Björnsson, sem býr á Bíldudal, fyrir því óláni að aka yfir hvolp sem Þorvaldur bóndi átti. Taldi hann að þetta væri viljaverk og hafa deilur milli þeirra magnast síðan. Á dögunum slátraði Þorvaldur bóndi tveimur kálfum en hausinn á öðrum skóf hann og setti á níðstöngina. Á hana eru rist þessi mergjuðu orð: "Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óskari Björnssyni. Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villu vegar. Engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi að honum dauðum." Undirritað Þorvaldur Stefánsson, Otradal. Óskar Björnsson hefur kært Þorvald til lögreglu fyrir morðhótun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði verður talað við manninn, en ekki er ljóst til hvaða aðgerða verður gripið þar sem ekki er liggur fyrir hvernig bregðast skuli lögum samkvæmt við níðstöngum í dag.
Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira