Ráðstafa 70 milljónum í íslenskukennslu í ár 2. janúar 2007 06:30 Niðurgreiðsla á íslenskunámskeiðum fyrir útlendinga hefur verið sumum starfsmenntasjóðum erfið. Verð íslenskunámskeið hjá Mími lækkar um rúman helming en ekki er ljóst hvort stéttarfélög og starfsmenntasjóðir halda áfram að niðurgreiða námskeiðin með sama hætti og áður. Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að ráðuneytið muni ráðstafa 70 milljónum króna í styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga í ár. Styrkirnir verða auglýstir von bráðar. Verkefnisstjórn hafi verið sett á laggirnar og unnið stíft. Vinna við nám-skrárgerð og námsefnisgerð sé þegar hafin og svo verði farið í það að kanna menntun kennara. Í tengslum við styrkveitingar verði upplýsinga aflað til að nýta við þessa vinnu. Mímir - símenntun hefur þegar ákveðið að lækka verð á íslenskunámskeiði fyrir útlendinga um rúmlega fimmtíu prósent. Fimmtíu stunda íslenskunámskeið kostar ellefu þúsund krónur frá áramótum en kostaði áður 23.300 krónur. Þetta er gert þó að ekki liggi enn fyrir hvernig fjármögnun námskeiðanna verður hagað eða hver eftirspurnin verður. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, segir að ákvörðun um verðlækkunina hafi verið tekin þó að ekki liggi enn fyrir hvernig styrkjum frá ríkinu verði hagað. Mímir þurfi að ganga snemma frá upplýsingum um námskeið á næstu önn. Nemendur í íslensku fyrir útlendinga hafi verið fimm hundruð talsins á síðustu önn og svo stórum hóp sé ekki hægt að halda í óvissu. „Við urðum að ríða á vaðið," segir hún. Framkvæmdastjóri Mímis, Hulda Ólafsdóttir, segir að ákveðið hafi verið að lækka verðið þótt fjármögnunin liggi ekki fyrir. Útlendingar í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa sótt námskeið hjá Mími í samræmi við samning Mímis við bæjarfélögin en nú er stefnt að þeirri breytingu að allir útlendingar geti sótt námskeiðin óháð því hvar þeir búa og verður gjaldið þá það sama. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga hafa yfirleitt verið niðurgreidd af stéttarfélögum, starfsmenntasjóðum verkalýðshreyfingarinnar eða atvinnurekendum um fimmtíu til níutíu prósent. Ekki er enn vitað hvort reglurnar breytast í ár eða hvort hlutfallið verður það sama. Niðurgreiðslan hefur verið þungur baggi á sumum starfsmenntasjóðunum. Þá eru símenntunarmiðstöðvar úti á landi að hugsa sinn gang. Guðrún Reykdal, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands, segir að ekki sé búið að verðleggja námskeið á vorönn. Þau hafi verið á 34-35 þúsund krónur í haust. Þessi vinna hefjist nú í janúar. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að ráðuneytið muni ráðstafa 70 milljónum króna í styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga í ár. Styrkirnir verða auglýstir von bráðar. Verkefnisstjórn hafi verið sett á laggirnar og unnið stíft. Vinna við nám-skrárgerð og námsefnisgerð sé þegar hafin og svo verði farið í það að kanna menntun kennara. Í tengslum við styrkveitingar verði upplýsinga aflað til að nýta við þessa vinnu. Mímir - símenntun hefur þegar ákveðið að lækka verð á íslenskunámskeiði fyrir útlendinga um rúmlega fimmtíu prósent. Fimmtíu stunda íslenskunámskeið kostar ellefu þúsund krónur frá áramótum en kostaði áður 23.300 krónur. Þetta er gert þó að ekki liggi enn fyrir hvernig fjármögnun námskeiðanna verður hagað eða hver eftirspurnin verður. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, segir að ákvörðun um verðlækkunina hafi verið tekin þó að ekki liggi enn fyrir hvernig styrkjum frá ríkinu verði hagað. Mímir þurfi að ganga snemma frá upplýsingum um námskeið á næstu önn. Nemendur í íslensku fyrir útlendinga hafi verið fimm hundruð talsins á síðustu önn og svo stórum hóp sé ekki hægt að halda í óvissu. „Við urðum að ríða á vaðið," segir hún. Framkvæmdastjóri Mímis, Hulda Ólafsdóttir, segir að ákveðið hafi verið að lækka verðið þótt fjármögnunin liggi ekki fyrir. Útlendingar í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa sótt námskeið hjá Mími í samræmi við samning Mímis við bæjarfélögin en nú er stefnt að þeirri breytingu að allir útlendingar geti sótt námskeiðin óháð því hvar þeir búa og verður gjaldið þá það sama. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga hafa yfirleitt verið niðurgreidd af stéttarfélögum, starfsmenntasjóðum verkalýðshreyfingarinnar eða atvinnurekendum um fimmtíu til níutíu prósent. Ekki er enn vitað hvort reglurnar breytast í ár eða hvort hlutfallið verður það sama. Niðurgreiðslan hefur verið þungur baggi á sumum starfsmenntasjóðunum. Þá eru símenntunarmiðstöðvar úti á landi að hugsa sinn gang. Guðrún Reykdal, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands, segir að ekki sé búið að verðleggja námskeið á vorönn. Þau hafi verið á 34-35 þúsund krónur í haust. Þessi vinna hefjist nú í janúar.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira