Erlent

Reykingar bannaðar í dönsku járnbrautarlestunum

MYND/Pjetur

Reykingar í dönsku járnbrautarlestunum verða bannaðar frá og með næstkomandi sunnudegi þegar ný ferðaáætlun tekur gildi.

Reykingarsætum hefur fækkað í lestunum hin síðari ár en nú á að kveðja reykingarnar fyrir fullt og allt og verður lestarstjórum meira að segja bannað að reykja þrátt fyrir að þeir sitji á sinni eigin skrifstofu, eins og það er orðað á fréttavef Berlingske Tidende.

Samhliða reykingabanninu fá lestarnar yfirhalningu með nýjum vélum og áklæðum á sætum. Hins vegar hefur ekki verið gert við lestarsporin sem að sögn Berlingske eru í svo slæmu ásigkomulagi að taka verður tillit til seinkana í ferðaáætlunum lestanna frá Kaupmannahöfn til Fjóns og Jótlands. Er bent á að ferðatíminn frá Kaupmannahöfn til nyrsta hluta Jótlands lengist um nærri hálfa klukkustund samkvæmt nýju ferðaáætluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×