Vill meira kúldur, knús, partí og pjús á Alþingi 2. janúar 2007 16:00 Lára Stefánsdóttir forseti Pjúsarafélags Íslands býður sig fram til þingsetu í vor. MYND/KK „Pjúsari nýtur unaðssemda hins tænivædda heims,“ segir Lára Stefánsdóttir kennari, sem skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor og er jafnframt æviráðinn forseti íðilstjórnar Pjúsarafélags Íslands. Lára er titluð pjúsari í símaskránni, en samkvæmt heimasíðu Pjúsarafélags Íslands, www.pjus.is, er markmið félagsins að veita núverandi og upprennandi pjúsurum stuðning til áframhaldandi pjúss. Félagið er sprottið upp úr upphafi internetvæðingar Íslands. „Ég tók þátt í því að stofna Íslenska menntanetið á sínum tíma og barðist fyrir því að það yrðu opnaðar spjallrásir á Íslandi til að ungt fólk úr hinum ýmsu skólum gæti spjallað saman á Netinu,“ segir Lára. „Mér fannst eðlilegt eins og staðan var þá að ég liti til með þeim og var því dálítið á spjallrásunum með þeim. Eitt kvöldið kvaddi ég þau með orðunum: Kúldrist nú og knúsist, partíist og pjúsis. Þetta þótti þeim svona rosalega fyndið og þau byrjuðu að nota orðið „pjús“ í miklu magni,“ segir Lára. Pjúsið þróaðist áfram og meðal annars Lára samdi þjóðsöng pjúsara. Árið 1998 var Pjúsarafélag Íslands loks formlega stofnað. Margar hefðir eru innan félagsins og eiga pjúsarar sér meira að segja eigin orðabók. „Við höldum svo aðalfundinn okkar árlega á Ruby Tuesday þar sem okkur ber að panta alla eftirrétti á matseðlinum,“ segir Lára. Lára skipar 3. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. „Það er sannarlega kominn tími á pjúsara á þing,“ segir Lára. „Kúldur, knús, partí og pjús munu aukast af miklum mun í þingheimi.“ Lára hefur unnið við tölvur frá því á níunda áratugnum og segir marga vera hissa á því að miðaldra amma þekki eitthvað til tækninnar. Aðspurð hvort hún væri aldursforseti félagsins, segir Lára það ekki vera mikilvægt í augum pjúsara. „Aldur skiptir okkur ekki máli. Við erum bara nördar.“ Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Pjúsari nýtur unaðssemda hins tænivædda heims,“ segir Lára Stefánsdóttir kennari, sem skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor og er jafnframt æviráðinn forseti íðilstjórnar Pjúsarafélags Íslands. Lára er titluð pjúsari í símaskránni, en samkvæmt heimasíðu Pjúsarafélags Íslands, www.pjus.is, er markmið félagsins að veita núverandi og upprennandi pjúsurum stuðning til áframhaldandi pjúss. Félagið er sprottið upp úr upphafi internetvæðingar Íslands. „Ég tók þátt í því að stofna Íslenska menntanetið á sínum tíma og barðist fyrir því að það yrðu opnaðar spjallrásir á Íslandi til að ungt fólk úr hinum ýmsu skólum gæti spjallað saman á Netinu,“ segir Lára. „Mér fannst eðlilegt eins og staðan var þá að ég liti til með þeim og var því dálítið á spjallrásunum með þeim. Eitt kvöldið kvaddi ég þau með orðunum: Kúldrist nú og knúsist, partíist og pjúsis. Þetta þótti þeim svona rosalega fyndið og þau byrjuðu að nota orðið „pjús“ í miklu magni,“ segir Lára. Pjúsið þróaðist áfram og meðal annars Lára samdi þjóðsöng pjúsara. Árið 1998 var Pjúsarafélag Íslands loks formlega stofnað. Margar hefðir eru innan félagsins og eiga pjúsarar sér meira að segja eigin orðabók. „Við höldum svo aðalfundinn okkar árlega á Ruby Tuesday þar sem okkur ber að panta alla eftirrétti á matseðlinum,“ segir Lára. Lára skipar 3. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. „Það er sannarlega kominn tími á pjúsara á þing,“ segir Lára. „Kúldur, knús, partí og pjús munu aukast af miklum mun í þingheimi.“ Lára hefur unnið við tölvur frá því á níunda áratugnum og segir marga vera hissa á því að miðaldra amma þekki eitthvað til tækninnar. Aðspurð hvort hún væri aldursforseti félagsins, segir Lára það ekki vera mikilvægt í augum pjúsara. „Aldur skiptir okkur ekki máli. Við erum bara nördar.“
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“