Ísraelsmenn ráðgera kjarnavopnaárás gegn Íran 7. janúar 2007 01:53 F-16I orrustuvél Ísraelshers á flugi Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran með aflminni kjarnorkusprengjum, svonefndum "bunker-busters" að því er blaðið hefur eftir nokkrum heimildum innan Ísraelshers. Þetta yrði fyrsta árásin þar sem kjarnavopn eru notuð síðan 1945, þegar Bandaríkjamenn sprengdu japönsku borgarinar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjur Ísraelsmanna hefðu hver um sig 1/15 af eyðileggingarmætti Hiroshima-sprengjunnar. Samkvæmt áætlun Ísraelsmanna yrðu hefbundnar leysi-stýrðar sprengjur notaðar til að opna "göng" að skotmörkunum. Dverg-kjarnasprengjum ("Mini-nukes") yrði síðan strax í kjölfarið skotið inní framleiðsluver Írana í Natanz, þar sem þær spryngju langt neðanjarðar til að minnka hættu á geislavirkni á svæðinu. Talið er að framleiðsluverið sé jafnvel tugi metra neðanjarðar undir steinsteypu og klöpp. Um leið og græna ljósið er gefið verður farinn einn leiðangur og gerð ein árás, sem ræður niðurlögum írönsku kjarnorkuáælunarinnar. Það mat leyniþjónustu Ísraelsmanna, Mossad, að Íranir séu við það að framleiða nægilegt auðgað úran til að geta smiðað kjarnavopn innan tveggja ára hafa meðal annars ýtt undir þessa áætlanagerð hersins. Kjarnavopn yrðu þó aðeins notuð, að sögn Sunday Times, ef hefðbundin vopn yrðu ekki talin duga og ef Bandaríkin neituðu að skerast í leikinn. Bandarískir og ísraelskir stjórnarfulltrúar hafa hist nokkrum sinnum til að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir. Hernaðarsérfræðingar segja að með því að skýra frá áætlanagerðinni núna, gætu Ísraelsmenn verið að þrýsta á Írani að hætta auðgun úrans, eggja Bandaríkjamenn til átaka eða mýkja upp almenningsálit alþjóðasamfélagsins fyrir hugsanlega árás. Heimildir Sunday Times nærri Pentagon, varnarmálaráðuneytinu, segja afar ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu samþykkja notkun kjarnavopna. Robert Gates, nýi varnarmálaráðherrann, hefur sagt að hervaldi verði ekki beitt nema sem síðasta kosti í stöðunni, og Ísraelsmenn hafa dregið þá ályktun að það sé þeirra sjálfra að taka ákvörðun um árás. Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ísraelsmenn hafi gert leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran er auðgað, að því er segir í grein breska blaðsins Sunday Times í dag. Tvær orrustuflugsveitir Ísraelshers æfa nú árásir á kjarnorkuúrvinnslustöð í Íran með aflminni kjarnorkusprengjum, svonefndum "bunker-busters" að því er blaðið hefur eftir nokkrum heimildum innan Ísraelshers. Þetta yrði fyrsta árásin þar sem kjarnavopn eru notuð síðan 1945, þegar Bandaríkjamenn sprengdu japönsku borgarinar Hiroshima og Nagasaki. Sprengjur Ísraelsmanna hefðu hver um sig 1/15 af eyðileggingarmætti Hiroshima-sprengjunnar. Samkvæmt áætlun Ísraelsmanna yrðu hefbundnar leysi-stýrðar sprengjur notaðar til að opna "göng" að skotmörkunum. Dverg-kjarnasprengjum ("Mini-nukes") yrði síðan strax í kjölfarið skotið inní framleiðsluver Írana í Natanz, þar sem þær spryngju langt neðanjarðar til að minnka hættu á geislavirkni á svæðinu. Talið er að framleiðsluverið sé jafnvel tugi metra neðanjarðar undir steinsteypu og klöpp. Um leið og græna ljósið er gefið verður farinn einn leiðangur og gerð ein árás, sem ræður niðurlögum írönsku kjarnorkuáælunarinnar. Það mat leyniþjónustu Ísraelsmanna, Mossad, að Íranir séu við það að framleiða nægilegt auðgað úran til að geta smiðað kjarnavopn innan tveggja ára hafa meðal annars ýtt undir þessa áætlanagerð hersins. Kjarnavopn yrðu þó aðeins notuð, að sögn Sunday Times, ef hefðbundin vopn yrðu ekki talin duga og ef Bandaríkin neituðu að skerast í leikinn. Bandarískir og ísraelskir stjórnarfulltrúar hafa hist nokkrum sinnum til að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir. Hernaðarsérfræðingar segja að með því að skýra frá áætlanagerðinni núna, gætu Ísraelsmenn verið að þrýsta á Írani að hætta auðgun úrans, eggja Bandaríkjamenn til átaka eða mýkja upp almenningsálit alþjóðasamfélagsins fyrir hugsanlega árás. Heimildir Sunday Times nærri Pentagon, varnarmálaráðuneytinu, segja afar ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu samþykkja notkun kjarnavopna. Robert Gates, nýi varnarmálaráðherrann, hefur sagt að hervaldi verði ekki beitt nema sem síðasta kosti í stöðunni, og Ísraelsmenn hafa dregið þá ályktun að það sé þeirra sjálfra að taka ákvörðun um árás.
Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira