Innlent

Spilakassana í Örfirisey

Spilakössum í borginni hefur fjölgað um meira en helming á tveimur árum. Borgarstjóri vill að fólk spyrji sig hvar eðlilegt sé að slík tæki séu staðsett og stingur sjálfur upp á því að þeim verði fundinn staður í Örfirisey.

Áætlanir Háskóla Íslands um að setja upp spilakassa í Mjóddinni hafa mælst afar illa fyrir og þúsundir Breiðhyltinga skrifað undir mótmælaskjal. Borgarstjóri tekur afstöðu með þeim sem vilja ekki kassana og bendir á að kassarnir hafi verið 492 í desember árið 2004, en séu nú á annað þúsund.

Í Hádegisviðtalinu á Stöð2 segist hann hafa hafa fulla trú á því að Háskólinn bakki í ljósi ákveðinni óska Breiðhyltinga, en þeir eru víða spilakassarnir á vegum Háskólans, Landsbjargar, Rauða krossins og SÁÁ hvort sem er í Kringlunni, Smáralind, við Skólavörðustíg og í söluturnum um alla borg.

Eðlilegt sé að íbúar í öðrum hverfum spyrji sig hvort þeir séu sáttir með þróun mála, fjölgun kassanna og ekki síst hvar spilakassar eigi heima í borgarumhverfinu.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×