Erlent

Fjárfestar flýja frá Venesúela

Viðskiptavinir standa fyrir utan verslun símafyrirtækis sem Chavez ætlar sér að þjóðvæða.
Viðskiptavinir standa fyrir utan verslun símafyrirtækis sem Chavez ætlar sér að þjóðvæða. MYND/AP

Fjárfestar losuðu sig við eignir og hlutabréf í Venesúela í dag vegna yfirlýsingar Hugo Chavez í gær um að hann ætlaði sér að þjóðvæða hluta efnahagslífsins. Hlutabréfaverð hrundi og gjaldeyrir landsins lækkaði mikið í dag út af þessu. Fjármálamarkaðir voru nálægt því að hrynja þar sem Chavez lofaði því að binda endi á sjálfstæði seðlabanka ríkisins.

Hlutabréfamarkaður landsins lækkaði meira að segja um 20% í dag. Chavez talaði víst um meira í ræðu sinni í gær því þar kallaði hann aðalritara Bandalags amerískra þjóða „hálfvita" fyrir að hafa gagnrýnt stjórnarhætti sína. Jafnvel Daniel Ortega, sem er verðandi forseti í Níkaragúa og stuðningsmaður Chavez, reyndi í dag að fjarlæga sig frá ræðu Chavez og varaforseti hans sagði enga þjóðvæðingu á döfinni þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×