Erlent

Vel innréttaðir pyntingaklefar

Bran kastali í Transylvaníu
Bran kastali í Transylvaníu

Til sölu: nokkur hundruð herbergja kastali frá fjórtándu öld, með blóði drifna sögu. Engin upphitun, en vel innréttaðir pyntingaklefar. Hellingur af veinandi draugum. Verð um þrír milljarðar króna.

Bran kastali í Transylvaníu, sem kenndur er við Drakúla greifa, hefur verið settur á sölulista. Kastalinn er í Transylvaníu, eins og allir vita. Kommúnistastjórnin í Rúmeníu lagði hald á kastalann árið 1956 en honum hefur verið skilað til Habsburg fjölskyldunnar.

Undanfarin ár hefur kastalinn verið opinn ferðamönnum og skilað góðum hagnaði. Dominic von Hamsburg, hinn nýi eigandi kastalans er grafískur hönnuður í Nedw York, og hefur ekki áhuga á að reka ferðamannastað í Transylvaníu. Hann hefur því sett kastalann í sölu. Dominic er í símaskránni í New York.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×