Innlent

Kristinn skipar þriðja sæti samkvæmt tillögum kjörnefndar

Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur störfum um helgina og boðað hefur verið til kjördæmisþings að Reykjum í Hrútafirði um aðra helgi.
Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur störfum um helgina og boðað hefur verið til kjördæmisþings að Reykjum í Hrútafirði um aðra helgi. MYND/Gunnar

Kristinn H. Gunnarsson skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum kjörnefndar. Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi lýkur störfum um helgina og boðað hefur verið til kjördæmisþings að Reykjum í Hrútafirði um aðra helgi. Þar verður borin upp tillaga nefndarinnar að framboðslista flokksins í kjördæminu við komandi Alþingiskosningar.

Í póstkosningu sem fram fór í vetur lenti Kristinn í þriðja sæti. Hann skipaði annað sæti á lista flokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar en flokkurinn fékk þá tvo þingmenn kjörna. Kristinn var nokkuð ósáttur við niðurstöðuna og sagði að unnið hafi verið gegn sér í kosningabaráttunni. Fréttavefurinn Skessuhorn hefur eftir formanni kjörnefndar að haft hafi verið samband við alla sem lentu í efstu fimm sætunum og Kristinn hafi ekki gert neina athugasemd og tillaga kjörnefndar verði því eins og úrslit póstkosningar segi til um. Þær breytingar hafa þó orðið að Inga Ósk Jónsdóttir sem lenti í fimmta sæti getur ekki þegið sæti á listanum vegna breytinga sem orðið hafa á hennar högum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×