Innlent

Rannsaka dauða eldisþorsks í Grundarfirði

MYND/Vilhelm

Vísindamenn frá Hafrannsóknastonfun eru að undribúa för sína vestur á Grundarfjörð í dag til að kanna hvað olli því að 20 tonn af eldisþorski í kvíum á firðinum drápust.

Ógrynni síldar hefur verið á Grundarfirði að undanförnu og eru uppi tilgátur um að það hafi valdið súrefnisskorti og fiskadauða, bæði í kvíunum og í hafinu í grennd. Gamlar sagnir greina frá mikilli síldargengd af og til inn á Grundarfjörð og árið 1962 var þar moksíldveiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×