Leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna, segir forstjóri Glitnis 14. janúar 2007 19:00 Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir bankann ekki hafa í hyggju að gera upp í evrum líkt og Straumur Fjárfestingabanki geri og getgátur hafi verið uppi um að Kaupþing sé að íhuga. Hann segir að ekki megi gleyma kostum íslensku krónunnar og vísar frekar til ábyrgðar hins opinbera. Sterkur orðrómur hefur verið í gangi að undanförnu um að fleiri bankar bætist í hóp Straums-Burðaráss og geri upp í evrum en bankinn fékk til þess nýlega heimild frá Seðlabankanum. Annar banki, Kaupþing banki, færir um helming hlutafjár síns í erlendri mynt með sérstöku leyfi frá Seðlabankanum og hefur það gefið orðróminum byr undir báða vængi. Forstjóri Glitnis segir að bankinn hafi ekki í hyggju að feta í fótspor Straums. Það sé ekki mat forráðamanna bankans að það sé nauðsynlegt að gera upp í evrum og henda krónunni fyrir róða, þó svo að starfsemi og umsvif Glitnis fari í síauknum mæli fram á erlendri grundu. Bjarni segir frekar vilja sjá styrka peninga-og fjármálastjórn hins opinbera hér á landi. " Þetta er ekki spurning um að hafa tröllatrú á íslensku krónunni, þetta er gjaldmiðilinn sem sé í gangi og hann endurspeglar styrk efnahagslífsins á hverjum tíma.Það er eðli gjaldmiðla." Aðspurður hvað honum finnist um orð margra að undanförnu um að íslenska krónan sé orðin það veik að það sé aðkallandi að íhuga aðra kosti, segir Bjarni að íslenskt samfélag hafi gengið í gegnum mikið þenslutímabil að undanförnu og peningamálayfirvöld þurfi að sjá til þess að lendingin verði mjúk. "Þeim mun verr sem lendingin verður, þeim mun meiri veikleika setjum við í krónuna. Ábyrgðin liggur í fjármálastjórninni og við leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna." Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir bankann ekki hafa í hyggju að gera upp í evrum líkt og Straumur Fjárfestingabanki geri og getgátur hafi verið uppi um að Kaupþing sé að íhuga. Hann segir að ekki megi gleyma kostum íslensku krónunnar og vísar frekar til ábyrgðar hins opinbera. Sterkur orðrómur hefur verið í gangi að undanförnu um að fleiri bankar bætist í hóp Straums-Burðaráss og geri upp í evrum en bankinn fékk til þess nýlega heimild frá Seðlabankanum. Annar banki, Kaupþing banki, færir um helming hlutafjár síns í erlendri mynt með sérstöku leyfi frá Seðlabankanum og hefur það gefið orðróminum byr undir báða vængi. Forstjóri Glitnis segir að bankinn hafi ekki í hyggju að feta í fótspor Straums. Það sé ekki mat forráðamanna bankans að það sé nauðsynlegt að gera upp í evrum og henda krónunni fyrir róða, þó svo að starfsemi og umsvif Glitnis fari í síauknum mæli fram á erlendri grundu. Bjarni segir frekar vilja sjá styrka peninga-og fjármálastjórn hins opinbera hér á landi. " Þetta er ekki spurning um að hafa tröllatrú á íslensku krónunni, þetta er gjaldmiðilinn sem sé í gangi og hann endurspeglar styrk efnahagslífsins á hverjum tíma.Það er eðli gjaldmiðla." Aðspurður hvað honum finnist um orð margra að undanförnu um að íslenska krónan sé orðin það veik að það sé aðkallandi að íhuga aðra kosti, segir Bjarni að íslenskt samfélag hafi gengið í gegnum mikið þenslutímabil að undanförnu og peningamálayfirvöld þurfi að sjá til þess að lendingin verði mjúk. "Þeim mun verr sem lendingin verður, þeim mun meiri veikleika setjum við í krónuna. Ábyrgðin liggur í fjármálastjórninni og við leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna."
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira