Innlent

Íbúðarhús brann í Þorlákshöfn

Íbúðarhús brann til grunna í Þorlákshöfn snemma í morgun. Þar brann annar helmingurinn af parhúsi við Norðurbyggð og var hann mannlaus. Í hinum enda hússins var móðir og tvör börn hennar. Þau komust klakklaust út úr íbúðinni þegar eldurinn blossaði upp.

Tilkynnt var um eldinn klukkan tuttugu mínútur í sex í morgun að sögn lögreglunnar á Selfossi. Slökkvilið Þorlákshafnar stóð að slökkvistarfinu og fékk sér til aðstoðar slökkviliðið í Hveragerði. Mikill eldur var í húsinu en hann barst ekki yfir í hinn enda parhússins. Þó urðu þar reykskemmdir. Húshlútinn sem brann er gereyðilagður. Slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu er ekki vitað um orsakir eldsins og er málið til rannsóknar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×