Innlent

Stórkostlegur sigur á Frökkum á HM tryggir sæti í milliriðlum

Íslensku landsliðsmennirnir þakka áhorfendum fyrir stuðninginn.
Íslensku landsliðsmennirnir þakka áhorfendum fyrir stuðninginn.
Íslendingar unnu sannfærandi sigur á Evrópumeisturum Frakka í síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Lokatölur urðu 32-24 en með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í milliriðlum heimsmeistaramótsins í hópi þeirra tólf bestu.

Frakkar fara með Íslendingum í milliriðilinn en Íslendingar taka með sér tvö stig þar sem þeir sigruðu í kvöld. Sigur Íslendinga var afar sannfærandi, þeir náðu fimm marka forskoti í upphafi leiks og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 18-8. Mestur var munurinn ellefu mörk 21-10 og sigurinn var aldrei í hættu

Ólafur Stefánsson var markhæstur íslensku leikmannanna og skoraði 6 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson og Logi Geirsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Markús Máni Mikaelsson 3, Alexander Petterson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, og Ragnar Óskarsson og Vignir Svavarsson 1.
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×