Erlendir nemar láta til sín taka 24. janúar 2007 00:45 Elham Sadegh Tehrani segir ýmislegt í aðbúnaði erlendra nema við Háskóla Íslands þurfa að breytast, vilji skólinn auka erlent samstarf. MYND/Hrönn Komandi kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands gætu markað þáttaskil í háskólapólitíkinni. Erlendir nemendur skipa sæti á öllum framboðslistum og gætu því fengið fulltrúa í Stúdentaráð í fyrsta sinn. Kosningar til Stúdentaráðs fara fram dagana 7. og 8. febrúar. Þá kemur í ljós hverjir fara með völd í Stúdentaráði næstu misserin. Christian, Elham og Fabrizio eru öll í framboði, hvert fyrir sína fylkinguna. Vantar talsmann fyrir erlenda nemendurÍ fyrsta sæti Christian Rainer Rebhan skipar fyrsta sætið á lista Háskólalistans. MYND/RósaÞjóðverjinn Christian Rainer Rebhan skipar fyrsta sæti á lista Háskólalistans og er því afar líklegur til að næla sér í sæti í Stúdentaráði. „Það væri mjög gott ef erlendir nemar fengju fulltrúa í Stúdentaráði og ég vona auðvitað að ég komist inn," segir Christian, sem hefur dvalið á landinu í tæplega eitt og hálft ár og stundar MA-nám í alþjóðasamskiptum. „Mig langaði að beita mér fyrir Háskólann og fannst Háskólalistinn besti kosturinn. Listinn leggur áherslu á að raddir erlendra nema fái að heyrast og einbeitir sér að málefnum skólans í stað þess að stilla sér upp til hægri eða vinstri eins og vill stundum einkenna hinar fylkingarnar," segir Christian, sem setur hagsmuni erlendra nemenda í forgang.„Mig langar að bæta skólann. Við erlendu nemarnir höfum þann kost að geta skoðað skólann svolítið utanfrá með augum gestsins og komum því auga á hluti sem þarf að laga sem aðrir taka ef til vill ekki eftir. Það er því mikilvægt að okkar raddir fái að heyrast," segir Christian.Margt sem má betur faraFabrizio Frascaroli Hefur búið á Íslandi í sex ár og fylgst vel með málefnum Háskólans.Hin íranska Elham Sadegh Tehrani skipar sjöunda sæti á framboðslista Vöku. Hún sinnir nú formennsku ISA, Félags erlendra nema við HÍ, annað árið í röð og sækist jafnframt eftir formennsku í Alþjóðanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Elham hefur dvalist hér á landi í sex ár og stundar nám í matvælafræði.„Þetta er merkilegt ár fyrir erlenda nemendur því við höfum aldrei tekið svona mikinn þátt í stúdentapólitíkinni áður," segir Elham en málefni erlendra stúdenta eru henni hugleikin. „Erlendum nemum við Háskóla Íslands fjölgar. Rektor leggur áherslu á öflugri alþjóðatengsl og að fá fleiri erlenda nema og skiptinema til náms við skólann. Núna eru 900 erlendir nemar við Háskólann, aðeins 200 þeirra eru eiginlegir skiptinemar en 700 eru nemar í fullu námi sem dvelja hér lengur en í eina önn eða ár. Þetta þýðir að einn af hverjum tíu nemum við Háskólann er nú erlendur," segir Elham og bætir því við að margt þurfi að laga í skólanum. „Vilji rektor koma Háskóla Íslands á lista bestu skóla í heimi og auka erlent samstarf þarf að bæta aðstæður erlendra nema, við verðum til dæmis að eiga rétt á því að taka próf á ensku," segir Elham sem lítur á kosningarnar sem gott tækifæri fyrir erlenda nema til að hafa áhrif á stúdentapólitíkina.Þarf að hressa upp á StúdentaráðFái Röskva góða kosningu er líklegt að Fabrizio Frascaroli, frá Ítalíu, fljúgi inn í Stúdentaráð en hann skipar fimmta sætið á lista Röskvu. Fabrizio segist alltaf hafa verið áhugasamur um stjórnmál og lítur á framboð sitt sem gott tækifæri til að koma hugsjónum sínum til leiðar. „Ég hef verið viðloðinn Háskólann nokkuð lengi og þekki samfélagið því vel," segir Fabrizio, sem stundar MA-nám í mannfræði en rak einnig Stúdentakjallarann um nokkurt skeið. „Í gegnum starfið á Stúdentakjallaranum fékk ég gott sjónarhorn á það sem var að gerast í skólalífinu og það er reynsla sem á eftir að nýtast mér mjög vel. Þar kynntist ég líka Röskvu og sá að þar var fólk sem vildi framkvæma og breyta svo ég slóst í hópinn."Málefni erlendra nema eru ekki einu málin sem Fabrizio vill beita sér fyrir. „Ég held það þurfi að breyta svolítið til í Stúdentaráði. Þetta er orðin hálf stöðnuð „stofnun" og það mætti stokka aðeins upp. Einhvers konar hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað, ekki bara í Stúdentaráði sjálfu heldur líka meðal nemenda sem þurfa að bera virðingu fyrir þessari stofnun," segir Fabrizio. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Komandi kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands gætu markað þáttaskil í háskólapólitíkinni. Erlendir nemendur skipa sæti á öllum framboðslistum og gætu því fengið fulltrúa í Stúdentaráð í fyrsta sinn. Kosningar til Stúdentaráðs fara fram dagana 7. og 8. febrúar. Þá kemur í ljós hverjir fara með völd í Stúdentaráði næstu misserin. Christian, Elham og Fabrizio eru öll í framboði, hvert fyrir sína fylkinguna. Vantar talsmann fyrir erlenda nemendurÍ fyrsta sæti Christian Rainer Rebhan skipar fyrsta sætið á lista Háskólalistans. MYND/RósaÞjóðverjinn Christian Rainer Rebhan skipar fyrsta sæti á lista Háskólalistans og er því afar líklegur til að næla sér í sæti í Stúdentaráði. „Það væri mjög gott ef erlendir nemar fengju fulltrúa í Stúdentaráði og ég vona auðvitað að ég komist inn," segir Christian, sem hefur dvalið á landinu í tæplega eitt og hálft ár og stundar MA-nám í alþjóðasamskiptum. „Mig langaði að beita mér fyrir Háskólann og fannst Háskólalistinn besti kosturinn. Listinn leggur áherslu á að raddir erlendra nema fái að heyrast og einbeitir sér að málefnum skólans í stað þess að stilla sér upp til hægri eða vinstri eins og vill stundum einkenna hinar fylkingarnar," segir Christian, sem setur hagsmuni erlendra nemenda í forgang.„Mig langar að bæta skólann. Við erlendu nemarnir höfum þann kost að geta skoðað skólann svolítið utanfrá með augum gestsins og komum því auga á hluti sem þarf að laga sem aðrir taka ef til vill ekki eftir. Það er því mikilvægt að okkar raddir fái að heyrast," segir Christian.Margt sem má betur faraFabrizio Frascaroli Hefur búið á Íslandi í sex ár og fylgst vel með málefnum Háskólans.Hin íranska Elham Sadegh Tehrani skipar sjöunda sæti á framboðslista Vöku. Hún sinnir nú formennsku ISA, Félags erlendra nema við HÍ, annað árið í röð og sækist jafnframt eftir formennsku í Alþjóðanefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Elham hefur dvalist hér á landi í sex ár og stundar nám í matvælafræði.„Þetta er merkilegt ár fyrir erlenda nemendur því við höfum aldrei tekið svona mikinn þátt í stúdentapólitíkinni áður," segir Elham en málefni erlendra stúdenta eru henni hugleikin. „Erlendum nemum við Háskóla Íslands fjölgar. Rektor leggur áherslu á öflugri alþjóðatengsl og að fá fleiri erlenda nema og skiptinema til náms við skólann. Núna eru 900 erlendir nemar við Háskólann, aðeins 200 þeirra eru eiginlegir skiptinemar en 700 eru nemar í fullu námi sem dvelja hér lengur en í eina önn eða ár. Þetta þýðir að einn af hverjum tíu nemum við Háskólann er nú erlendur," segir Elham og bætir því við að margt þurfi að laga í skólanum. „Vilji rektor koma Háskóla Íslands á lista bestu skóla í heimi og auka erlent samstarf þarf að bæta aðstæður erlendra nema, við verðum til dæmis að eiga rétt á því að taka próf á ensku," segir Elham sem lítur á kosningarnar sem gott tækifæri fyrir erlenda nema til að hafa áhrif á stúdentapólitíkina.Þarf að hressa upp á StúdentaráðFái Röskva góða kosningu er líklegt að Fabrizio Frascaroli, frá Ítalíu, fljúgi inn í Stúdentaráð en hann skipar fimmta sætið á lista Röskvu. Fabrizio segist alltaf hafa verið áhugasamur um stjórnmál og lítur á framboð sitt sem gott tækifæri til að koma hugsjónum sínum til leiðar. „Ég hef verið viðloðinn Háskólann nokkuð lengi og þekki samfélagið því vel," segir Fabrizio, sem stundar MA-nám í mannfræði en rak einnig Stúdentakjallarann um nokkurt skeið. „Í gegnum starfið á Stúdentakjallaranum fékk ég gott sjónarhorn á það sem var að gerast í skólalífinu og það er reynsla sem á eftir að nýtast mér mjög vel. Þar kynntist ég líka Röskvu og sá að þar var fólk sem vildi framkvæma og breyta svo ég slóst í hópinn."Málefni erlendra nema eru ekki einu málin sem Fabrizio vill beita sér fyrir. „Ég held það þurfi að breyta svolítið til í Stúdentaráði. Þetta er orðin hálf stöðnuð „stofnun" og það mætti stokka aðeins upp. Einhvers konar hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað, ekki bara í Stúdentaráði sjálfu heldur líka meðal nemenda sem þurfa að bera virðingu fyrir þessari stofnun," segir Fabrizio.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira