Erlent

Kristallar koma úr stórutá

Samkvæmt fjölmiðlum í Malasíu síðastliðna daga er margt furðulegt að gerast þar. Kraftaverkalæknar eru á ferð og dularfullar risa-górillur láta glitta í sig. En það nýjasta er ung kona og tærnar á henni. Hvers vegna? Jú, það koma gimsteinar út úr þeim. Fjölmiðlar skýrðu fyrst frá þessu á þriðjudaginn var en fyrsti steininn leit dagsins ljós í október í fyrra.

Steinarnir virðast koma úr stóru tá stúlkunnar og það algjörlega af sjálfsdáðum. Þegar steininn lætur á sér kræla opnast á henni tánöglin, hleypir steininum út og lokast því næst. Oftast koma þeir fimm saman í einu og eru þá litlir en í síðustu tvö skipti hafa þeir verið stærri og litaðir og þurfti að grafa þá úr tá stúlkunnar.

Læknar hafa lýst yfir miklum á huga á málinu og vilja gjarnan rannsaka stúlkuna sem og steinanna sem renna út úr tá hennar. Áhugasamir geta skoðað erlendu fréttina hérna en sagt var frá þessu á vef New Straits Time Online.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×