Innlent

Meira byggt upp á Akureyri en eftirspurn hafi verið eftir

Formaður Félags byggingarmanna í Eyjafirði telur að meira hafi verið byggt af húsum á Akureyri upp á síðkastið en svari eftirspurn. Bærinn hafi ekki brugðist nógu hratt við breyttri samkeppni.

Við höfum sagt frá sögulega lítilli sölu á fasteignum í síðasta mánuði. Fasteignasalar telja að ein skýringin sé að mjög hægði á fjölgun íbúa á Akureyri í fyrra en formaður Félags byggingarmanna í Eyjafirði, segir einnig vísbendingar um að of mikið hafi verið byggt í bænum síðustu misseri.

Nágrannasveitarfélög hafa skipulagt stór svæði undir íbúabyggð og hafa hús sprottið upp eins og gorkúlur í Vaðlaheiðinni og í Eyjafjarðarsveit. Á sama tíma hefur verið lítið framboð af einbýlishúsalóðum á Akureyri. Bærinn hefði mátt bregðast betur við þessari nýju stöðu að mati formanns félags byggingarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×