Erlent

Karlmenn við stýrið

Tveir vinir í Kentucky ákváðu að ræna hraðbanka með hraði, svo þeir kæmust örugglega undan. Þeir bundu keðju í stuðarann á pallbínum sem þeir áttu, og vöfðu svo keðjunni utan um hraðbankann. Svo gáfu þeir allt í botn til þess að rífa hraðbankann út úr veggnum.

En hraðbankinn var rammlega festur svo það var stuðarinn sem fór af pallbílnum. Dauðhræddir við hávaðann sem þeir höfðu valdið, gáfu þeir aftur í botn og flýttu sér heim. Þeir skildu keðjuna eftir áfasta við hraðbabankann. Á hinum enda keðjunnar var stuðarinn. Og á stuðaranum var bílnúmerið þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×