Bréf til borgarstjóra vegna listformsins graffiti 7. febrúar 2007 05:00 Í vor átti ég fund með fyrrverandi menningarfulltrúa Reykjavíkurborgar um stöðu graffiti-menningar í Reykjavík og afstöðu Reykjavíkurborgar til hennar. Þá fór ég yfir þróunina sem hefur verið að eiga sér stað í graffiti, aðgerðir borgarinnar o.fl. Að lokum kom ég með tillögur að aðgerðum sem ég tel að muni auðga graffiti sem listform og draga úr veggjaskrifum sem valda óánægju borgarbúa. Graffiti á ÍslandiUndanfarin 15 ár eða svo hefur menning í kringum graffiti verið í stöðugri mótun á Íslandi. Á þessum stutta tíma hafa einföld veggjaskrif með pennum þróast yfir í háþróað listform sem stundað er af sífellt fleiri einstaklingum.Yfirvöldum yfirsást þessi stórkostlega þróun listformsins og einblíndu á veggjaskrif og óvönduð uppköst. Í stað þess að leitast við að fræða var farin þveröfug leið sem fólst í að eyða burt ummerkjum listformsins graffiti. Sumarstarfsmenn máluðu yfir allt sem virtist koma frá úðabrúsum eða pennum og var miklum fjármunum varið í þessar aðgerðir. Nú er búið að keyra strangara kerfi af stað sem snýst um að þyngja refsingar og sekta þá sem gripnir eru með úðabrúsa.Beita á svokallaðri „engin miskunn”-aðferð sem mistekst alls staðar sem hún er reynd nema stöðugt meira fjármagni sé varið í hreinsun og yfirmálun frá ári til árs.Sú þróun sem hefur átt sér stað í graffiti á þessu ári er alveg nákvæmlega sú sem ég spáði fyrir á fundi mínum við borgarfulltrúa í vor, þ.e. að graffiti myndi verða mun sýnilegara og ágengara, og að tilraunir borgaryfirvalda til að útiloka graffiti væru ekki mjög líklegar til að skila árangri.Það er gefið mál, að mínu mati, að þar sem engin fræðsla er til staðar og enginn opinber stuðningur eða aðhald fæst myndast bæði ringulreið og mikil andspyrna.Jákvæðar hliðar graffiti-menningarÞó svo að eðli graffiti sé að vera mjög ótamið og frjálst, sem erfitt er að temja og móta, er möguleiki til staðar til að beita ákveðnum áherslum og þróa menninguna sem listform. Iðkendur graffiti-listar tileinka sér nánast undantekningarlaust starfsvettvang á sviði hönnunar eða sjónlista.Í dag eru t.d. starfandi yfir 30 grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, ljósmyndarar og listamenn með grunn í graffiti og mun fleiri eru nú að mennta sig í þessum starfsgreinum. Þetta munstur er engan veginn bundið við Ísland því alls staðar í heimi lista og tísku eru áhrif og straumar frá graffiti-list að ná miklum vinsældum. Ástæðan fyrir því er sú að í graffiti eru litafræði, formfræði, leturfræði, myndbygging og stíll gríðarlega mikilvæg þótt fæstir átti sig almennilega á því. Listmálarar og hönnuðir af gamla skólanum standa grænir af öfund yfir þessari gríðarlegu innsýn sem virðist koma náttúrulega hjá þeim sem iðkað hafa úðabrúsalistina.Hvað er hægt að gera?Nú eru nokkrir mánuðir til vors, sem er mjög góður tími til að leggja grunninn að átaki fyrir næsta sumar. Hluti af því fjármagni sem búið er að gera ráð fyrir til þrifa, löggæslukostnaðar, málunar og annars vegna baráttu gegn graffiti gæti beinst inn á nýjar brautir til að nýta hæfileikana sem birtast á veggjum borgar og bæja.Til að byrja með væri hægt að opna nýtt löglegt svæði fyrir graffiti sem gæti verið hálfgerður lystigarður fyrir almenning sem endurnýjar sig sjálkrafa, borgarbúum að kostnaðarlausu. Þar væri hægt að stofnsetja átak formlega og keyra í gang fræðslu auk þess að fjarlægja veggjakrot og spreyjuð uppköst á einkaeignum. Heimasíðan Hiphop.is myndi opna sérsíðu tileinkaða átakinu og væru fræðslufundir, viðburðir og annað kynnt þar. Listaverkauppboð á strigaverkum eftir graffiti-listamenn yrðu seld á uppboði til styrktar góðum málefnum.Yfir sumartímann væri hópur starfræktur sem skipulegði og málaði veggskreytingar á löglega veggi með jákvæðum skilaboðum. Listasýningar yrðu einnig haldnar yfir sumartímann með formlegum hætti þar sem t.d. listaverk, fatnaður og ýmis hönnunarverk yrðu til sýnis. Ekkert skortir nema viljann til að nýta þá miklu orku, innsýn og listsköpun sem birtist í graffiti-forminu og er núna sóað í kostnaðarsama eltingaleiki út um allan bæ. Graffiti verður ekki tamið að fullu frekar en ólgandi stórfljót, en orku hennar er sjálfsagt að reyna virkja til góðra verka.Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu TFA; Tími fyrir aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í vor átti ég fund með fyrrverandi menningarfulltrúa Reykjavíkurborgar um stöðu graffiti-menningar í Reykjavík og afstöðu Reykjavíkurborgar til hennar. Þá fór ég yfir þróunina sem hefur verið að eiga sér stað í graffiti, aðgerðir borgarinnar o.fl. Að lokum kom ég með tillögur að aðgerðum sem ég tel að muni auðga graffiti sem listform og draga úr veggjaskrifum sem valda óánægju borgarbúa. Graffiti á ÍslandiUndanfarin 15 ár eða svo hefur menning í kringum graffiti verið í stöðugri mótun á Íslandi. Á þessum stutta tíma hafa einföld veggjaskrif með pennum þróast yfir í háþróað listform sem stundað er af sífellt fleiri einstaklingum.Yfirvöldum yfirsást þessi stórkostlega þróun listformsins og einblíndu á veggjaskrif og óvönduð uppköst. Í stað þess að leitast við að fræða var farin þveröfug leið sem fólst í að eyða burt ummerkjum listformsins graffiti. Sumarstarfsmenn máluðu yfir allt sem virtist koma frá úðabrúsum eða pennum og var miklum fjármunum varið í þessar aðgerðir. Nú er búið að keyra strangara kerfi af stað sem snýst um að þyngja refsingar og sekta þá sem gripnir eru með úðabrúsa.Beita á svokallaðri „engin miskunn”-aðferð sem mistekst alls staðar sem hún er reynd nema stöðugt meira fjármagni sé varið í hreinsun og yfirmálun frá ári til árs.Sú þróun sem hefur átt sér stað í graffiti á þessu ári er alveg nákvæmlega sú sem ég spáði fyrir á fundi mínum við borgarfulltrúa í vor, þ.e. að graffiti myndi verða mun sýnilegara og ágengara, og að tilraunir borgaryfirvalda til að útiloka graffiti væru ekki mjög líklegar til að skila árangri.Það er gefið mál, að mínu mati, að þar sem engin fræðsla er til staðar og enginn opinber stuðningur eða aðhald fæst myndast bæði ringulreið og mikil andspyrna.Jákvæðar hliðar graffiti-menningarÞó svo að eðli graffiti sé að vera mjög ótamið og frjálst, sem erfitt er að temja og móta, er möguleiki til staðar til að beita ákveðnum áherslum og þróa menninguna sem listform. Iðkendur graffiti-listar tileinka sér nánast undantekningarlaust starfsvettvang á sviði hönnunar eða sjónlista.Í dag eru t.d. starfandi yfir 30 grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, ljósmyndarar og listamenn með grunn í graffiti og mun fleiri eru nú að mennta sig í þessum starfsgreinum. Þetta munstur er engan veginn bundið við Ísland því alls staðar í heimi lista og tísku eru áhrif og straumar frá graffiti-list að ná miklum vinsældum. Ástæðan fyrir því er sú að í graffiti eru litafræði, formfræði, leturfræði, myndbygging og stíll gríðarlega mikilvæg þótt fæstir átti sig almennilega á því. Listmálarar og hönnuðir af gamla skólanum standa grænir af öfund yfir þessari gríðarlegu innsýn sem virðist koma náttúrulega hjá þeim sem iðkað hafa úðabrúsalistina.Hvað er hægt að gera?Nú eru nokkrir mánuðir til vors, sem er mjög góður tími til að leggja grunninn að átaki fyrir næsta sumar. Hluti af því fjármagni sem búið er að gera ráð fyrir til þrifa, löggæslukostnaðar, málunar og annars vegna baráttu gegn graffiti gæti beinst inn á nýjar brautir til að nýta hæfileikana sem birtast á veggjum borgar og bæja.Til að byrja með væri hægt að opna nýtt löglegt svæði fyrir graffiti sem gæti verið hálfgerður lystigarður fyrir almenning sem endurnýjar sig sjálkrafa, borgarbúum að kostnaðarlausu. Þar væri hægt að stofnsetja átak formlega og keyra í gang fræðslu auk þess að fjarlægja veggjakrot og spreyjuð uppköst á einkaeignum. Heimasíðan Hiphop.is myndi opna sérsíðu tileinkaða átakinu og væru fræðslufundir, viðburðir og annað kynnt þar. Listaverkauppboð á strigaverkum eftir graffiti-listamenn yrðu seld á uppboði til styrktar góðum málefnum.Yfir sumartímann væri hópur starfræktur sem skipulegði og málaði veggskreytingar á löglega veggi með jákvæðum skilaboðum. Listasýningar yrðu einnig haldnar yfir sumartímann með formlegum hætti þar sem t.d. listaverk, fatnaður og ýmis hönnunarverk yrðu til sýnis. Ekkert skortir nema viljann til að nýta þá miklu orku, innsýn og listsköpun sem birtist í graffiti-forminu og er núna sóað í kostnaðarsama eltingaleiki út um allan bæ. Graffiti verður ekki tamið að fullu frekar en ólgandi stórfljót, en orku hennar er sjálfsagt að reyna virkja til góðra verka.Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu TFA; Tími fyrir aðgerðir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun