Innlent

Samgönguráðherra er brandarakarl

Samgönguráðherra var kallaður brandarakarl þegar hann mælti fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag og sagðist ætla að lyfta grettistaki í samgöngumálum þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar minntu á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru þekktir fyrir að svíkja kosningaloforð sín í samgöngumálum. Loksins kom að því í dag að ráðherra gæti kynnt þingheimi samgönguáætlun til næstu tólf ára. Samfylkingarþingmennirnir Kristján Möller og Björgvin Sigurðsson efuðust um trúverðugleikann og rifjuðu upp hvernig farið farið hefði fyrir fyrri vegaáætlunum. Og spurðu hvort eins færi ekki fyrir þessari samgönguáætlun. Jón Bjarnason, vinstri grænum, sagði ráðherrann vera mikinn brandarakarl.

Fyrsta umræða um samgönguáætlunina hófst um hádegisbil og stendur enn yfir. Margir eru á mælendaskrá og búist við að umræðan standi langt fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×