Innlent

DV verður aftur dagblað á morgun

DV verður að dagblaði á morgun þegar dagleg útgáfa DV hefst að nýju eftir nokkurt hlé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá blaðinu. DV mun framvegis koma út fimm daga vikunnar, mánudaga til föstudaga.

Áfram verður hægt að kaupa áskrift af helgarblaði DV en fyrst um sinn mun DV aðra daga en föstudaga aðeins verða selt í lausasölu. Verður blaðið til sölu á lausasölustöðum fyrir kl. 12 á hádegi frá mánudegi til fimmtudags en borið út til áskrifenda á föstudagsmorgnum. Prentun og dreifing blaðsins verður í höndum Árvakurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×