Innlent

Lyfjavönun tíðkast ekki hér

Þegar barnaníðingar, sem haldnir eru barnagirnd á háu stigi, eru hundeltir í samfélaginu hafa þeir engu að tapa og sjá engan tilgang í að halda aftur af sér. Ef þeim er gert ófært að búa í samfélaginu er næsta víst að þeir brjóta aftur af sér. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

Barnaníðingar fá sálfræðimeðferð á vegum Fangelsisstofnunar ef þeir vilja. Erlendis tíðkast að dæma menn til eftirlits eftir að afplánun lýkur, jafnvel að bera GPS-staðsetningartæki um fótinn og sums staðar tíðkast að dæma menn til efnafræðilegrar vönunar. Þetta tíðkast ekki hér. Lyfjavönun kemur þó til greina ef viðkomandi óskar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×