Innlent

Lyfjavönun tíðkast ekki hér

Þegar barnaníðingar, sem haldnir eru barnagirnd á háu stigi, eru hundeltir í samfélaginu hafa þeir engu að tapa og sjá engan tilgang í að halda aftur af sér. Ef þeim er gert ófært að búa í samfélaginu er næsta víst að þeir brjóta aftur af sér. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

Barnaníðingar fá sálfræðimeðferð á vegum Fangelsisstofnunar ef þeir vilja. Erlendis tíðkast að dæma menn til eftirlits eftir að afplánun lýkur, jafnvel að bera GPS-staðsetningartæki um fótinn og sums staðar tíðkast að dæma menn til efnafræðilegrar vönunar. Þetta tíðkast ekki hér. Lyfjavönun kemur þó til greina ef viðkomandi óskar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×