Lífið

James Blunt fagnar með Hollywoodstjörnunum

James Blunt með kærustu sinni, Petru Nemocovu. Petra þessi er ansi hávaxin enda fyrirsæta á framabraut. Hér mæta þau í Óskarsverðlaunapartý Global Grenn þann 21. febrúar síðastliðinn.
James Blunt með kærustu sinni, Petru Nemocovu. Petra þessi er ansi hávaxin enda fyrirsæta á framabraut. Hér mæta þau í Óskarsverðlaunapartý Global Grenn þann 21. febrúar síðastliðinn. MYND/Getty Images

Söngvarinn hæfileikaríki, James Blunt, hélt upp á 32 ára afmæli sitt í vikunni. Var afmælisdagurinn ánægjulegur því hann var umkringdur Hollywoodstjörnum. Margar þeirra eru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna sem afhent verða í kvöld.

James fagnaði afmælisdeginum á skemmtistaðnum Soho House ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Petru Nemcovu. Var tónlistin stoppuð og afmælissöngurinn sunginn þegar James mætti á staðinn. Að sjálfsögðu var svo borin fram stærðarinnar afmæliskaka. Var James hæstánægður með þetta, blés á kertin og smellti kossi á kærustuna.

Það vantaði ekki fræga fólkið á Soho House þetta sama kvöld. Fór James rétt á mis við Helen Miren sem hafði snætt á staðnum fyrr um kvöldið. Aðrir gestir voru leikaraparið David Arquette og Courtney Cox með ,,vini" sínum Jennifer Aniston. Einnig var þar stödd spænska dívan Penelope Cruz og leikarinnn Oliver Martinez, sem lék billjard með Valeriu Golino. Félagarnir Orlando Bloom og Leonardo DiCaprio létu líka sjá sig, en Leonardo er tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Blood Diamond.

Það hefur því verið líf og fjör á afmælisdaginn hjá James Blunt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.