Innlent

Vill netlögreglu

Steingrímur vill að netlögregla komi í veg fyrir dreifingu kláms á netinu.
Steingrímur vill að netlögregla komi í veg fyrir dreifingu kláms á netinu.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlögregluembætti sem myndi koma í veg fyrir dreifingu kláms á netinu.

Þetta sagði Steingrímur í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils þegar fyrirhuguð klámráðstefna hér á landi bar á góma. Kvaðst hann jafnframt vera afar mótfallinn nektar- og súlustöðum og ef hann fengi að ráða myndi hann reyna að koma þeim úr landi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×