Viðskipti innlent

Hagnaðist um ríflega 380 milljónir á kaupréttarsamningi

MYND/Stefán

Bjarni Ármansson, forstjóri Glitnis, nýtti í morgun kaupréttarsamning við bankann og hagnaðist um hátt í 400 milljónir á því. Bjarni keypti fimmtán milljónir hluta í bankanum á genginu 2,81 sem þýðir að hann greiddi rúmlega 42 milljónir fyrir hlutina. Hann seldi bankanum svo hlutina aftur á genginu 28,2 sem þýðir að bankinn greiddi honum 423 milljónir. Bjarni hagnast því um 381 milljón króna á þessum kaupréttarsamningi. Samkvæmt tilkynningu Glitnis til Kauphallar Íslands á Bjarni engan kauprétt í bankanum eftir þetta. Samkvæmt tilkynningu Glitnis til Kauphallar Íslands á Bjarni engan kauprétt í bankanum eftir þetta.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×