Innlent

Verðbólga næst mest á Íslandi á EES-svæðinu

Verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu var næst mest á Íslandi.
Verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu var næst mest á Íslandi. MYND/Heiða

Verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu var að meðaltali 2,2% árið 2006 sem er það sama og árið á undan. Mest verðbólga á svæðinu var í Lettlandi þar sem hún var 6,6% en næst mest var hún á Íslandi 4,6%.

Notast er við samræmda vísitölu neysluverðs en til samanburðar má sjá að árið 2005 var verðbólga á Íslandi 1,4%. Verðbólgan var minnst í Finnlandi þar sem hún var 1,3%.

Finna má Hagtíðindi Hagstofunnar hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×