Innlent

Þjóð treystir ekki þingi

Mynd/GVA

Þjóðin hefur aldrei borið minna traust til Alþingis. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir fréttastofu Ríkisútvarpsins. Einungis 29% segjast bera traust til Alþingis og hefur traustið minnkað um 14% á milli ára.

Eins ber þjóðin lítið traust til dómskerfisins, 31% segjast treysta dómstólum og minnkar traustið um 12% frá árinu áður. Af stofnunum samfélagsins ber þjóðin mest traust til Háskóla Íslands, 85% treysta honum og næstmest til lögreglunnar en 78% segjast treysta henni .

Sérstaklega var spurt um hversu ánægt fólk hefði verið með ákvörðun Héraðsdóms um að vísa málum olíufélaganna frá, 83,5% sögðust óánægð með þá ákvörðun og einungis 8% ánægð. 1200 manns voru spurðir í könnuninni og var svarhlutfall 61%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×