Innlent

Bókað að bæjarstjóri sé krútt

Guðríður Arnardóttir
Guðríður Arnardóttir

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, er krútt samkvæmt bókun fundargerðar bæjarráðs Kópavogsbæjar frá því í fyrradag.

Hart var deilt um breytingar á deiliskipulagi bæjarins á fundinum. Bæjarráð var samþykkt því að bætt yrði við hæð á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Gunnar bæjarstjóri svaraði mótmælum minnihlutans yfir stækkuninni með því að láta bóka að þarna sýndu minnihlutaflokkar hug sinni til Sunnuhlíðarsamtakanna. Á eftir ummælum Gunnars kom bókun sem hljóðaði einfaldlega á þessa leið: „Bæjarstjóri er krútt“ og var það Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu sem óskaði eftir að það yrði fært til bókar.

„Ég ákvað að láta jafn ómálefnalega bókun frá mér eins og Gunnar hafði gert á undan,“ segir Guðríður, sem segir bæjarstjóra hafa gert minnihlutanum upp skoðanir.

„Guðríður er nú sjálf óttalega krúttleg. Þó ætti hún að venja sig af því að vera á móti framförum. Auk þess er hún lánsöm að eiginmaður hennar hefur lengi verið starfsmaður hjá mér og er því vel uppalinn,“ segir Gunnar sem segist síður en svo vera á móti því að vera kallaður krútt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×