Fjölgun ríkisstarfa á Vestfjörðum í skoðun 14. mars 2007 06:45 Höfnin á Ísafirði. Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óskiljanlegt að Reykjavíkurhöfn fái allar tekjur af inn- og útflutningi. Hann leggur jafnframt ríka áherslu á að flutningskostnaður verði lækkaður. Mynd/Halldór „Vissulega er dapurlegt að sjá hversu margt fólk hefur verið að flytjast að vestan, frá þessum blómlegu byggðum sem eitt sinn voru, og við viljum auðvitað ganga í lið með heimamönnum til að sporna gegn því." Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra sem í gær setti á laggirnar vinnuhóp til að skoða með hvaða hætti ríkisvaldið geti komið að lausn mála. Geir segir Vestfirðinga hafa lagt fram ýmsar hugmyndir og að helst sé rætt um fjölgun opinberra starfa. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar, sem situr í vinnuhópnum ásamt framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða og fulltrúum forsætis- og iðnaðarráðuneytisins, segir að þegar atvinnulífið gefi eftir tímabundið eigi ríkisvaldið að fjölga störfum. „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum úti á landi en það hefur ekki gerst." Hann bendir á að fjöldi opinberra stofnana hafi starfsemi á Vestfjörðum og hana megi efla og útvíkka. „Ég tel að fjölga megi störfum við Fjölmenningarsetur Vestfjarða, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, Matís, Veðurstofunni og hjá sýslumannsembættunum," segir Halldór og vill að hundrað ný opinber störf verði til á Vestfjörðum á næstu tveimur árum. Geir H. Haarde Hann leggur jafnframt ríka áherslu á að flutningskostnaður verði lækkaður. „Þannig verður samkeppnisstaða fyrirtækjanna bætt sem er réttlætismál. Ég hef aldrei skilið hvaða rök búa að baki því að Reykjavíkurhöfn fái allar tekjur af inn- og útflutningi." Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vestfjörðum gengu á fund ríkisstjórnarinnar í byrjun febrúar og gerðu ráðherrum grein fyrir þróun mála. Síðan þá hefur Marel afráðið að loka starfsstöð sinni á Ísafirði. Fjölmennur borgarafundur um atvinnu- og byggðamál var haldinn á Ísafirði á sunnudag. Halldór Halldórsson Spurður hvort tími sértækra björgunaraðgerða í byggðamálum sé ekki liðinn, svarar Geir H. Haarde því til að ekki sé endilega verið að tala um slíkar aðgerðir. „Við erum að velta þessu fyrir okkur á almennari grundvelli en þó þannig að það nýtist Vestfirðingum." Spurður hvort til greina komi að ráðast í frekari samgöngubætur en þegar eru áformaðar segir Geir að mikið átak sé framundan á því sviði og varla hægt að gera mikið meira í þeim efnum í bili. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
„Vissulega er dapurlegt að sjá hversu margt fólk hefur verið að flytjast að vestan, frá þessum blómlegu byggðum sem eitt sinn voru, og við viljum auðvitað ganga í lið með heimamönnum til að sporna gegn því." Þetta segir Geir H. Haarde forsætisráðherra sem í gær setti á laggirnar vinnuhóp til að skoða með hvaða hætti ríkisvaldið geti komið að lausn mála. Geir segir Vestfirðinga hafa lagt fram ýmsar hugmyndir og að helst sé rætt um fjölgun opinberra starfa. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar, sem situr í vinnuhópnum ásamt framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða og fulltrúum forsætis- og iðnaðarráðuneytisins, segir að þegar atvinnulífið gefi eftir tímabundið eigi ríkisvaldið að fjölga störfum. „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að fjölga störfum úti á landi en það hefur ekki gerst." Hann bendir á að fjöldi opinberra stofnana hafi starfsemi á Vestfjörðum og hana megi efla og útvíkka. „Ég tel að fjölga megi störfum við Fjölmenningarsetur Vestfjarða, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, Matís, Veðurstofunni og hjá sýslumannsembættunum," segir Halldór og vill að hundrað ný opinber störf verði til á Vestfjörðum á næstu tveimur árum. Geir H. Haarde Hann leggur jafnframt ríka áherslu á að flutningskostnaður verði lækkaður. „Þannig verður samkeppnisstaða fyrirtækjanna bætt sem er réttlætismál. Ég hef aldrei skilið hvaða rök búa að baki því að Reykjavíkurhöfn fái allar tekjur af inn- og útflutningi." Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vestfjörðum gengu á fund ríkisstjórnarinnar í byrjun febrúar og gerðu ráðherrum grein fyrir þróun mála. Síðan þá hefur Marel afráðið að loka starfsstöð sinni á Ísafirði. Fjölmennur borgarafundur um atvinnu- og byggðamál var haldinn á Ísafirði á sunnudag. Halldór Halldórsson Spurður hvort tími sértækra björgunaraðgerða í byggðamálum sé ekki liðinn, svarar Geir H. Haarde því til að ekki sé endilega verið að tala um slíkar aðgerðir. „Við erum að velta þessu fyrir okkur á almennari grundvelli en þó þannig að það nýtist Vestfirðingum." Spurður hvort til greina komi að ráðast í frekari samgöngubætur en þegar eru áformaðar segir Geir að mikið átak sé framundan á því sviði og varla hægt að gera mikið meira í þeim efnum í bili.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira